24.4.2017 - Stjórnarfundur

Leiðsögn - Stjórnarfundur Leiðsögn 24.4.2017 – að Stórhöfða 27

Mættir : Kári Jónasson, Þorsteinn Mckinstry, Júlía Hannam, Indriði Þorláksson, Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur Gauti Valgeirsson

Fundur er settur kl. 17

1. Kosning varaformanns, ritara og gjaldkera

Vilborg Anna Björnsdóttir er kosin áfram sem varaformaður, Í veikindum hennar mun Kári Jónasson sinna varaformannsstöðu hennar þar til hún nær heilsu að nýju.
Júlía Hannam er kosin áfram sem gjaldkeri Þorsteinn Mckinstry er settur ritari í stjórn.

Óskað er eftir því að Donna starfsmaður skrifstofu sitji stjórnarfundi alla jafna.

2. Stjórnarfundir, fastur fundartími o.fl.

Rætt var um að koma á föstum fundartíma fyrir stjórnarfundi. Þar sem allir stjórnarmeðlimir eru starfandi leiðsögumenn getur reynst erfitt að festa ákveðna daga eða tíma. Áætlað er að funda vikulega út maí mánuð og taka svo ákvörðun með framhaldið. Rætt um að hafa fastan fundartíma fyrsta mánudag í hverjum mánuði.

Næstu fundir
2.maí kl 17:00
8.maí kl 17:00

3. Fréttatilkynning, kynning nýrra laga o.fl.

Donna er beðin um að birta fréttatilkynninguna á heimasíðu félagsins, ásamt því að senda tilkynninguna á helstu fréttamiðla bæði útvarp, sjónvarp og blaðamiðla s.s. Fréttablaðið og Morgunblaðið, pressan, RUV, Kjarninn, Stundinn, Bændablaðið, Viðskiptablaðið. Reykjavík síðdegis, Ísland í dag, Morgunútvarp bylgjunar, Rúv og fl. Einnig að senda hana á Samtök ferðaþjónustunnar, ferðamálastofu, stjórnstöð ferðamála, og til helstu ferðaskrifstofa og ferðaskipurleggjenda ásamt markaðsstofu hvers landshluta.
Allra skóla sem kenna leiðsögn.

4. Útnefning heiðursfélaga.

Rætt er um að halda almennan félagsfund í tilefni að 50 ára afmæli félags leiðsögumanna þar sem afhenta eigi Jóni viðurkenningu / heiðursskjal.
Áætlað er að félagsfundurinn verði haldinn Í kringum mánaðarmót maí / júní en endanleg dagsetning verður ákveðin á næsta stjórnarfundi. Kári og Sigríður setja saman efni fyrir félagsfund. Indriði setur saman texta fyrir bæði vefsíðu og heiðursskjal og sendir á stjórn til yfirferðar og samþykktar.

5. Stofnun fagdeildar skv. ályktun og stofnun annarra fagdeilda.

Ályktun aðalfundar Félags leiðsögumanna um reglur um fagdeildir innan félagsins.

Aðalfundur félagsins haldinn 29. mars 2017
ályktar að fela stjórn þess að semja reglur um fagdeildir innan félagsins í samræmi við 7. gr. félagslaganna og önnur ákvæði þeirra og með hliðsjón af eftirfarandi og skal leggja þær fyrir félagsfund til samþykktar.

Félagsfundur ákveður stofnun fagdeildir innan félagsins fyrir félagsmenn óski tilskilinn fjöldi félagsmanna eftir stofnun slíkrar deildar. Fagdeildir má stofna um ýmis sérsvið eða menntun í leiðsögn, réttindi svo sem a) almenna ferðaleiðsögn etv. fleiri en ein deild eftir menntun eða sérsviðum, b) gönguleiðsögn, c) fjalla- og jöklaleiðsögn, d) svæðis- og borgaleiðsögn, e) ökuleiðsögn, f) sjó- og vatnaleiðsögn, g) sérfræðileg leiðsögn, h) einyrkja, i) fararstjórn og hópstjórn eða annað það sem snertir starf að leiðsögn ferðamanna. Skal þess getið í fundarboði að tillaga um stofnun slíkrar deildar liggi fyrir og stjórn félagsins mæli með slíkri deildarstofnun.

Verði stofnun fagdeildar ákveðin á félagsfundi, skal stjórn félagsins samþykkja starfsemi hennar og starfsreglur. Stofnfélagar fagdeildar skulu aldrei vera færi en 10. Fagdeildir setja sér inntökuskilyrði í samræmi við sérsvið sitt og setja deildinni starfsreglur. Þeir sem óska eftir aðild að fagdeild skulu senda fagdeildinni skriflega umsókn þar um. Umsókn skal fylgja staðfesting á prófi frá skóla um menntun í ferðaleiðsögn eða öðrum sviðum og/eða staðfesting stofnunar á réttindum eða öðru því sem umsóknin miðast við.

Formaður fagdeildar eða annar sem tilnefndur er af henni situr í trúnaðarráði félagsins sem fer með í umboði félagsins til að gera kjarasamninga.

Fagdeildirnar skulu vera samstarfsvettvangur fyrir þá sem í þeim eru og gæta sérhagsmuna þeirra. Fagdeildarfélagar kjósa sér þriggja manna stjórn sem skipuleggur starfsemi deildarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart stjórn félagsins.
Fagdeild nýtur þjónustu skrifstofu félagsins.

Ályktun um stofnun fagdeildar fyrir fagfélagsaðila

Aðalfundur félags leiðsögumanna haldinn 29. mars 2017 með framhaldsaðalfundi 10. apríl 2017 ályktar að fela stjórn þess að staðfesta hið fyrsta stofnun fagdeildar fyrir almenna ferðaleiðsögn innan félagsins. Aðild í fagdeild þessari öðlist allir þeir sem höfðu fagfélagsaðild að FL fyrir þær breytingar á lögum félagsins sem þamþykktar voru 29. mars 2017. Að öðru leyti setji fagdeildin sér starfsreglur og inntökuskilyrði og kjósi sér stjórn og ákveði fulltrúa til setu í trúnaðarráði félagsins.

Rætt er um
Skiptingu fagfélagsgjalda milli félags og fagfélagsdeildar, setja þarf upp almenna reglu hvað þetta varðar. Boða þarf til stofnfundar fagdeildar þar sem þessi mál eru uppsett og ákveðin. Birta á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er bent á að setja sig í samband við félagið til að Stofna fagdeildir innan félagsins.
Rætt er um að mikilvægt sé að einyrkjar séu öflug deild og vel utan um það haldið.
Þorsteinn og Indriðii munu leggjast yfir þetta mál og setja saman drög að þessum málum.

6. Stofnun trúnaðarráðs og verkefni þess
17. gr. Trúnaðarráð
Í trúnaðarráði eiga sæti stjórn félagsins, sex félagsmenn og jafn margir varamenn og einn fulltrúi hverrar starfandi fagdeildar.
Trúnaðarráð er samninganefnd félagsins og skal jafnframt vera stjórn til ráðgjafar og aðstoðar í almennum málefnum félagsins og kjaramálum. Trúnaðarráð félagsins fylgjast náið með launaþróun og breytingum á vinnumarkaði.
Formaður félagsins er formaður trúnaðarráðs og ritari félagsins ritari þess.
Formaður kveður trúnaðarráð til fundar með þeim hætti sem hann telur best henta og er trúnaðarráðsfundur lögmætur þegar meirihluti ráðsins sækir fundinn.
Formaður getur í nafni félagsstjórnar kallað saman trúnaðarráð stjórninni til aðstoðar þegar ýmis félagsleg vandamál ber að höndum og ekki eru tök á að ná saman félagsfundi og ræður einfaldur meirihluti úrslitum í slíkum málum.
Stofnun trúnaðarráðs, Trúnaðarráð kjósi sér viðræðunefnd sem annist viðræður um kjarasamning, úr nefndarmönnum trúnaðarráðs (áður kjarasamningsnefnd).
Boða trúnaðarráð á fund fljótlega, fara yfir málefni hennar og virkja ráðið.

7. Nefnd um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna

Ályktun aðalfundar Félags leiðsögumanna um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna og annarra félagsmanna

Aðalfundur félagsins haldinn 29. mars 2017 ályktar að fela stjórn þess að skipa starfshóp til að semja leiðbeinandi reglur um tímaramma og meginefni fyrir menntun leiðsögumanna á Íslandi og annarra félagsmanna ásamt lýsingu á námsmarkmiðum, sem byggi á þeim sjónarmiðum sem fram koma í meðfylgjandi minnisblaði: Félag leiðsögumanna, mars 2017, Minnisblað: Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna og annarra félagsmanna. Tillögurnar skulu samræmast og uppfylla viðmiðanir staðalsins IST EN 15565:2008. Tillögurnar taki einnig til þess hvernig staðið verði að staðfestingu á því að námsframboð stofnana sem kenna leiðsögn uppfylli staðalinn og hvernig raunfærnimati og mati á öðru námi sem nýtist í starfi leiðsögumanna verði háttað.

Formaður starfshópsins og tveir menn verði tilnefndir af stjórn félagsins og óskað verði eftir að Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar tilnefni einn fulltrúa hvor. Starfshópurinn hafi samráð um verkefni sitt við fræðslu- og skólanefnd félagsins og stofnanir sem sinna menntun leiðsögumanna og endurmenntun eða starfsmenntun á vegum stéttarfélaga og atvinnulífs. Starfshópurinn skili tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en í lok október 2017.

Tekið var til umræðu menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna – útfrá ályktun þeirri er lögð var fyrir á aðalfundi og samþykkt. Talað var um að staðfæra betur þau viðmið og þá staðla / kröfur sem félagið setur. Félagið getur þannig reynt að móta þær gæðakröfur sem það vill að gerðar séu til leiðsagnar. Koma á raunfærnismati fyrir þá leiðsögumenn sem þegar eru starfandi. Ákveðið var að setja Tryggva Jakobs inn í þetta mál og Indriði mun setja upp bréf.

8. Öflun nýrra félaga
Hafa samband við Snorra til að fá afrit af bréfi er senda átti til bæði fyrirtækja og stéttarfélaga um land allt til þess að árétta að leiðsögumenn ættu að greiða félagsgjöld

9. Trúnaðarmenn á vinnustöðum - Rætt var um trúnaðarmenn og hvernig félagið geti beitt sér í því að koma á trúnaðarmönnum hjá öllum helstu ferðaþjónustufyrirtækjum sem hafa leiðsögumenn í starfi.

10. Húsnæðismál félagsins
Félagið flytur í nýtt húsnæði að Stórhöfða 25, 110 Reykjavík í lok apríl 2017.
Fá flutningsmenn til þess að bera mublur og kassa á milli, stjórn ætlar að koma og pakka í kassa kl 12:00.

11. Önnur mál
Viðveru við útskrift símeyjar 11. Maí 2017, nýta tækifærið og halda fund með félagsmönnum fyrir norðan í leiðinni.