22.11.2017 - Stjórnarfundur

Leiðsögn stjórnarfundur - 22.11.2017 17:00 – 18:30
Staðsetning: Stórhöfða 25

Mætt eru Indriði H Þorláksson, Kári Jónsson, Júlía Hannam, Sigríður, Þorsteinn S Mckinstry auk Jakobs Jónssonar sem var sérstakur gestur á stjórnarfundinum vegna fyrsta dagskrárlið.

1. Kjaramálaráðstefna SGS 6. Og 7.des
Fyrir hönd félagsins sitja Jakob Jónsson, Þórey Anna, Guðný Margrét, Gísli Sveinn, sem fulltrúar Leiðsagnar. Þau munu auk fundarsetunnar mynda vinnuhóp um kjaramál til undirbúnings komandi kjarasamninga. Hópurinn fari yfir hugmyndir sem fyrir liggja um úrbætur í kjaramálum og öðrum réttinda og hagsmunamálum. Undirbúa félagsfund í febrúar um kjaramál þar sem fulltrúar Leiðsagnar fari yfir og safni hugmyndum sem að gagni megi koma í vinnunni sem framundan er.

2. Jólahlaðborð starfsmanna
Samþykkt að starfsmennskrifstofu Leiðsagnar taki þátt í Jólahlaðborði fyrirtækja og stofnanna sem hafa sameiginlega starfsaðstöðu í húsi Vélstjóra og málmtæknifélagsins.

3. Félagsaðild
Farið var yfir upplýsingar um skil á félagsgjöldum og rædd úrræði til að bæta skil fyrirtækja og inntöku nýrra félaga.

4. Starfshópur um merki félagsins og merki leiðsögumanna
Ræddar hugmyndir um nýtt merki fyrir Leiðsögn málið sett í vinnslu.

5. Starfshópur um fagdeild almenn leiðsögn.
Sex félagsmenn hafa sýnt málinu áhuga og mynda nýjan starfshóp og skipta með sér verkum

6. Starfshópur um einyrkja / verktaka.
Fimm félagsmenn hafa sýnt málinu áhuga og munu mynda starfshóp og skipta með sér verkum.

7. Félagaskrá.
Rædd hugmynd um útfærslu félagaskrá.

8. Endurskoðun texta á heimasíðu Leiðsagnar.
Kári og Indriði hafa skoðað heimasíðumál og leggja til að skrifstofu verði falið að halda við og reka heimasíðuna.

9. Endurskoðun upplýsingabæklings.
Kári tekur að sér að uppfæra kynningabækling til dreifingar í skólunum.

10. Verkefni og samningur við lögfræðing fyrir Leiðsögn.
Máli frestað.

11. Önnur mál.
Öræfajökull , aðild að upplýsingamiðill Skoða með Safetravel.is og Almannavörnum að fá upplýsingar til birtingar á heimasíðu Leiðsagnar.

Umsóknir vegna sjúkrasjóðs afgreiddar sjá skráningar í sjúkrasjóðsbók.

22.11.17 ÞSM/þsm