17.5.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 17.05.2017
Mætt: Indriði H. Þorláksson, Júlía Hannam, Kári Jónasson, Sigríður Guðmundssdóttir og Þorsteinn S McKinstry

1. Rætt um að halda félagsfund - Sjá framlagða dagskrá í fundarboði.
Ákveðið að auglýsa viðburðinn . Sigríður Guðmundsd. sér um fyrsta dagskrárliðinn sem er söguyfirlit í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Framlagður listi yfir heiðursfélaga og sérstakalega boðna gesti skv. lista þar um sem Skrifstofa vinnur úr.

2. Stofnun fagdeildar skv. ályktun og stofnun annarra fagdeilda
Auglýsing komin á heimasíðu Leiðsagnar. Ákveðið að setja reglur um fagdeildir einnig inn á heimasíðuna.

3. Næsti fundur Trúnaðarráðs.
Boða fagdeildarfund og trúnaðarráðsfund þann 13. Júní kl. 20:00 Kjósa þarf fulltrúa í kjaranefnd finna líklega kandídata.

4. Erindi Ferðamálaskóla islands.
Lagt fram svar formanns við erindinu sjá afrit. Samþ. að senda það óbreytt.

5. Nefnd um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna.
Ferðamálaráð og SAF hafa ekki enn sent inn upplýsingar um sína fulltrúa. Stjórn ætlar að taka saman stuttan lista um vænlega kandídata fyrir fulltrúar Leiðsagnar.

6. Rætt um hvernig best sé að standa að öflun nýrra félaga.

7. Farið yfir stöðu mála hvað varðar trúnaðarmenn á vinnustöðum.

8. Sjúkrasjóðsumsóknum teknar fyrir og afgreiddar. Afgreiðslur færðar í sjúkrasjóðsbók. 2 afgreiðslum frestað.

9. „Free City Walk“ Kanna skil á félagsgjöldum leiðsögumanna.

10. Finna nýjan fulltrúa Leiðsagnar í Vinnumarkaðsnefnd í stað Magnúsar Oddsonar sem lést nýverið.

11. Málþing ASÍ um félagsaðild félagssvæði og samningsslit. Jakob S Jónsson valin sem fulltrúi Leiðsagnar.

12. Samþykkt að kaupa 8 stóla fyrir skrifstofu Leiðsagnar. Skrifstofu falið að ganga frá málinu.

13. Gengið frá ráðningu starfsmanns á skrifstofu, Til stafsins var valin Ásta S. Ástþórsdóttir gjaldkeri félagsins hefur gert ráðningasamning við hana.

Þannig skráð 17. maí 2017 af Þorsteini Svavar Mckinstry – Ritara