31.1.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 31. janúar 2017 kl. 17

Mætt: Örvar, Júlía, Kári, Þorsteinn, Vilborg, Bryndís

1. IGC umsókn
Sótt um styrk fyrir Sigrúnu Ragnarsdóttur til að taka þátt í IGC-ráðstefnu í Finnlandi. Samþykkt að greiða ferða- og ráðstefnukostnað, enda gert ráð fyrir að skilað verði skýrslu um fundinn.

2. Sjúkrasjóður
a) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 31.333 kr., skv. reglum sjóðsins.
b) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 15.900 kr., skv. reglum sjóðsins.
c) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt 4.400 kr., skv. reglum sjóðsins.
d) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt 4.400 kr., skv. reglum sjóðsins.
e) Sótt um vegna gleraugna. Samþykkt 40.000 kr., skv. reglum sjóðsins.
f) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 2.017 kr., skv. hámarksupphæðar á ári sem reglur sjóðsins segja til um.
g) Sótt um vegna gleraugna. Samþykkt 40.000 kr., skv. reglum sjóðsins.
h) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt 15.000 kr., skv. reglum sjóðsins.
i) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt 3.563 kr., skv. reglum sjóðsins.
j) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 31.333 kr., skv. reglum sjóðsins.
k) Sótt um vegna gleraugna. Samþykkt 17.400 kr., skv. reglum sjóðsins.
l) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt 6.200 kr., skv. reglum sjóðsins.
m) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 45.000 kr., skv. reglum sjóðsins.

3. SÍMEY – Dalvík

Erindi barst frá SÍMEY á Dalvík um að stofnunin hyggist koma fót námi í leiðsögn, þ.e. svæðisleiðsögn. Leitað er til félagsins um álit þess á málinu og á sama hátt er leitað til ýmissa annarra. Félagið telur að gott að verið sé að kenna leiðsögn víða um land en leggur áherslu á að námið sé samræmt alls staðar, þ.e. kennt skv. gildandi námskrá. Í erindinu kemur fram að leitað er til Leiðsöguskóla Íslands en nú þegar eru nokkrir s.k. aðilar og SÍMEY að kenna skv. námskrá Leiðsöguskólanum og gera sömu kröfur og gerðar eru í þeim skóla. Ritara falið að semja svar og senda skólanefnd upplýsingar um málið.

4. Fyrirhugaðar lagabreytingar
Laganefnd hefur verið að störfum að undanförnu og yfirfarið lög félagsins með tilliti til breytinga á þeim og viðbótum sem æskilegt væri að kæmu.
Laganefnd hefur falið lögfræðingi ASÍ að lesa lögin og lagabreytingarnar yfir.
Nefndin mun í kjölfarið halda fund um málið og kynna síðan heildarlagabreytingatillögurnar fyrir stjórn. Þetta verður síðan kynnt og rætt á félagsfundi í febrúar.

5. Félagsfundur 16. febrúar 2017
Fundurinn verður haldinn kl. 20 í fundarsal í húsnæði félagsins. Á dagskrá félagsfundar er kynning á lagaumhverfi félagsins.
Stefnt er að fundi með Akureyrardeildinni fljótlega þar á eftir.

6. Vefsíða FL
Vefsíðu félagsins þarf að uppfæra en ákveðið að skoða það síðar á árinu.

7. Félag leiðsögumanna 45 ára
Þegar Félag leiðsögumanna var 40 ára var haldið velheppnað morgunverðarþing. Stefnt er að því að halda s.k. þing í apríllok eða maíbyrjun. Stjórnarmenn fara að leggja höfðuð í bleyti með dagskrá.

8. Ársmiðar á félagsskírteini
Um leið og fagfélagsmenn greiða ársgjald fá þeir sendan miða með ártalinu sem límt er á félagsskírteinið, sem sýnir þá að skírteinið sé gilt fyrir árið.
Áætlað er að senda bréf með miðanum þar sem lyft er upp ýmsum atriðum sem koma félagsmönnum til góða. Ritari mun laga tillögur sem þegar hafa verið lagðar fram.

9. Aðalfundur 2017
Dagsetning fyrir aðalfund; til skoðunar eru 29. mars og 5. apríl.
Farið yfir stöðu stjórnarmanna með tilliti til stjórnarsetu, skv. kosningum á aðalfundum.

10. Nýr ferðamálaráðherra
Formaður óskar eftir fundi með ráðherra ferðamála og myndi þá fara ásamt öðrum stjórnarmanni á fundinn. Ákveðið verði fyrirfram hvaða mál væri farið með til ráðherra.

11. Safetravel.is
Þorsteinn er fulltrúi stjórnar í Safetravel.is og greindi hann frá máli sem þar hefur verið rætt, þ.e. að merkja stikur á gönguleiðum með staðsetningarupplýsingum (auðkenni).

Fundi slitið kl. 19:30
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir