9.1.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna 9. janúar 2017

Mætt: Örvar, Þorsteinn, Kári, Snorri, Vilborg Anna og Bryndís

1. Félagsfundur
Ákveðið að boða til félagsfundar 2. Febrúar kl. 20:00. Fundurinn haldinn í fundarsalnum niðri; skrifstofan beðin að bóka salinn.
Efni: Framtíðarsýn Félags leiðsögumanna.

2. Stéttarfélagsaðild
Þeir sem taka laun skv. kjarasamningi FL eiga að greiða í stéttarfélag FL. Snorra falið að gera tillögu að tilkynningu um málið sem skrifstofan sendir síðan félagsmönnum sem og SAF, sem verður beðið um að miðla upplýsingunum til sinna félagsmanna.

3. Laganefnd
Fyrsti fundur ársins haldinn á morgun, fundur var haldinn 12. desember s.l. og er nefndin að fara yfir lögin m.t.t. til framtíðar og breytinga í vinnuumhverfinu.

Fundi slitið kl. 18:40.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir