27.3.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur mánudaginn 27.mars klukkan 20:00 á Stórhöfða 27.

Snorri Ingason varaformaður , Júlía Hannam gjaldkeri og Kári Jónasson eru á fundi.

Bréf barst frá Bryndísi Kristjánsdóttur, dagsett 20.mars 2017, þar sem hún biðst lausnar frá störfum i stjórn Félags leiðsögumanna frá og með deginum í dag.

Stjórn félagsins þakkar Bryndísi mikil og góð störf í þágu félagsins á undanförnum árum og óskar henni alls góðs.

Félaginu hefur boðist húsnæði á Stórhöfða 25 þriðju hæð í eigum VM. Þar á það að fá ca 60 fermetra til afnota á svipuðum kjörum og núverandi húsnæði .Afhending verður í apríl og stefnt að því að flytja í maí næstkomandi.

Rætt um undirbúning aðalfundar sem verður miðvikudaginn 29. Mars í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún klukkan 20:00 Á aðalfundinum þarf að kjósa nýjan formann og þrjá stjórnarmenn.

Rætt um að hafa samband með fjarfundabúnaði við félagana á Akureyri og nágrenni.

Fundi slitið.