10.05.2016 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna 10. maí 2016
Mætt: Júlía, Örvar, Þorsteinn, Bryndís og Kári.

1. Sjúkrasjóður
Umsögn er komin frá ASÍ um að lagabreytingar sjúkrasjóðs, sem samþykktar voru á aðalfundi FL 29. febrúar 2016, séu gildar.

Umsóknir úr sjúkrasjóði:

a) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 15.000, skv. reglum sjóðsins.
b) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 4.400, skv. reglum sjóðsins.
c) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Umsækjandi hefur ekki greitt nógu lengi í sjóðinn til að hafa öðlast rétt til styrkveitinga. Umsókninni því hafnað.
d) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 4.400, skv. reglum sjóðsins.
e) Sótt um vegna sjúkraþjálfunnar. Samþykkt kr. 22.165, skv. reglum sjóðsins.
f) Sótt um vegna líkamsræktar. Samþykkt kr. 19.990, skv. reglum sjóðsins.
g) Sótt um vegna sálfræðiþjónustu. Samþykkt kr. 30.000, skv. reglum sjóðsins.
h) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.
i) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt kr. 38.420, skv. reglum sjóðsins.
j) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.
k) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.
l) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.
m) Sótt um vegna tannviðgerða. Synjað vegna þess að um er að ræða viðgerðir frá því áður en lagabreytingar sjúkrasjóðs tóku gildi.
n) Sótt um vegna tannviðgerða. Synjað vegna þess að um er að ræða viðgerðir frá því áður en lagabreytingar sjúkrasjóðs tóku gildi.
o) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Synjað þar sem umsækjandi er ekki með stéttarfélagsaðild, sem þarf skv. reglum sjóðsins. Umsækjendum bent á að kanna með stéttarfélagsaðild annars staðar, eða hvort vinnuveitandi hafi ekki skilað launatengdum gjöldum til FL.
p) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Synjað þar sem umsækjandi er ekki með stéttarfélagsaðild, sem þarf skv. reglum sjóðsins. Umsækjendum bent á að kanna með stéttarfélagsaðild annars staðar, eða hvort vinnuveitandi hafi ekki skilað launatengdum gjöldum til FL.

Ferlið vegna skoðunar hjá Krabbameinsfélaginu þarfnast endurskoðunar og er það í vinnslu.

r) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Synjað þar sem umsækjandi er ekki með stéttarfélagsaðild, sem þarf skv. reglum sjóðsins. Umsækjendum bent á að kanna með stéttarfélagsaðild annars staðar, eða hvort vinnuveitandi hafi ekki skilað launatengdum gjöldum til FL.
s) Umsókn vegna sjúkradagpeninga. Málinu frestað þar sem umsækjandi þarf að skila frekari gögnum og kanna réttindi sín hjá vinnuveitanda og/eða tryggingafélagi. Skrifstofu falið að vinna í málinu.

2. Eftirlitsmaður á Norðurlandi
FL greiðir, ásamt nokkrum öðrum stéttarfélögum, laun eftirlitsmanns sem fer á vinnustaði og kannar kjaramál og réttindi starfsmanna sem eru að starfa á Norðurlandi.
FL þarf að tilnefna nokkra félagsmenn sem kalla má til þegar hann fer í eftirlitsferðir. Formaður hefur samband við ákveðna félagsmenn um að sinna þessu.

3. Lögverndun starfsheitisins
Stjórnarmenn munu ræða við nefndarmenn í atvinnumálanefnd Alþingis um málið, til undirbúnings fyrir næstu umræðu um málið á Alþingi.
Einnig munu stjórnarmenn fara yfir umsagnir um málið, sem birtar hafa verið á vefsíðu Alþingis.

4. Útskrift úr Leiðsöguskóla Íslands
Þorsteinn og Kári munu fara og vera viðstaddir útskrift leiðsögumanna frá Leiðsöguskóla Íslands.

5. Formaður fer í leyfi
Formaður fer í launalaust leyfi fram á haust (október). Varaformaður tekur við á meðan.

Fundi slitið kl. 18:40.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir