31.3.2016 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 31. mars 2016 kl. 17
Mætt: Vilborg, Júlía, Örvar, Bryndís, Vilborg

1. Sjúkrasjóður - umsóknir
a) Umsókn um styrk vegna heilsueflandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 25.050, skv. reglum sjóðsins.
b) Umsókn um styrk vegna heilsueflandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 31. 333 kr., skv. reglum sjóðsins.
c) Umsókn um styrk vegna heilsueflandi líkamsræktar (sund). Samþykktur styrkur kr. 14.400 , skv. reglum sjóðsins.
d) Umsókn um styrk vegna heilsueflandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 25. 840 kr., skv. reglum sjóðsins.
e) Umsókn um styrk vegna heilsueflandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 31. 506 kr., skv. reglum sjóðsins.
f) Umsókn um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykktur styrkur kr. 20.700 kr., skv. reglum sjóðsins.
g) Umsókn um styrk vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Samþykktur styrkur kr. 35.000 kr., skv. reglum sjóðsins.

2. Bréf frá félagsmanni
Lagt fram bréf frá félagsmanni, dagsettu 30.3.2016, með athugasemdum um fundarsköp á aðalfundi 2016. Samþykkt að vísa málinu til lögfræðilegrar umfjöllunar.

3. Fatnaður fyrir leiðsögumenn
Skrifstofu falið að hafa samband við Cintamani og kanna hvort nægilegt magn sé til af þeim rauðu peysum sem leiðsögumönnum hefur staðið til boða, eða hvort að nægilegt magn geti verið til í maí. Bæði fyrir karla og konur og í öllum stærðum og sérstaklega þarf að huga að því að til séu peysur í extra stórum stærðum. Einnig þarf upplýsingar um verð til leiðsögumanna.

4. Fræðslunefnd
Skrifstofu falið að hafa samband við fræðslunefnd og kanna með dagsetningu á vorferð, svo hægt sé að setja hana í viðburðadagatalið á vefsíðunni og senda félagsmönnum tilkynningu um ferðina.

5. Fundur með nemendum um stéttarfélag FL
Óskað var eftir fundi með stjórn til að kynna stéttarfélagið fyrir erlendum nemendum. Fundur haldinn í næstu viku með fulltrúum stjórnar.

6. Samningur við Háskólann á Hólum
Í síðustu viku var gengið formlega frá samningi við Háskólann á Hólum um gerð rannsóknar fyrir félagið.

7. Frumvarp um lögverndun heitisins leiðsögumaður
Í dag rann út frestur til að senda inn umsögn um frumvarp til laga um leiðsögumenn. Skilað var inn umsögn frá félaginu í dag.
Fundi slitið kl. 19:40. Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 17.
Fundarrritari: Bryndís Kristjánsdóttir