27.01.2016 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 27. Janúar 2016, kl. 18:15
Mætt: Kári, Örvar, Vilborg, Bryndís, Júlía.

1. Lagabreytingatillögur Farið yfir tillögur að lagabreytingu frá stjórn um breytingu á dagsetningu fyrir aðalfund. Rætt og breytingartillögur gerðar. Tillagan var samþykkt.

2. Sjúkrasjóður, umsóknir a) Sótt um styrk vegna krabbameinsleitar. Samþykkt 6.300 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. b) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 24.019 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. c) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 11.804 kr. samkvæmt reglum sjóðsins. d) Sótt um styrk vegna kírópraktorsmeðferðar. Hafnað þar sem meðferðin fellur ekki undir reglur sjóðsins. e) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 28.990 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. f) Sótt um styrk vegna krabbameinsleitar. Samþykkt 13.986 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. g) Sótt um styrk vegna hjartaverndar. Samþykkt 15.000 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. h) Sótt um sjúkradagpeninga, lokagreiðslu. Samþykkt 103.565 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. i) Sótt um sjúkradagpeninga, lokagreiðslu. Samþykkt 188.547 kr., samkvæmt reglum sjóðsins. j) Sótt um styrk vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Samþykkt 79.648 kr., samkvæmt reglum sjóðsins.

3. Aðalfundur a) Rætt um möguleikann á því að færa dagsetninguna fyrir aðalfundinn þar sem margar ábendingar hafa borist um það mál. Þetta verður skoðað vandlega. b) Sent hefur verið erindi til allra nefnda og beðið um greinargerð um starfið á árinu. Einnig eru nefndarmenn beðnir að upplýsa hvort þeir ætli að gefa kost á sér áfram eða ekki.

4. Rannsóknarvinna fyrir FL Óskað var eftir því við Háskólann á Hólum að vinna rannsókn fyrir félagið, til að fá fram áreiðanlegar og góðar heimildir um bakgrunn og samsetningu félagsmanna. Anna Vilborg Einarsdóttir er með umsjón með verkinu, hluti stjórnarmanna (Kári, Örvar og Júlía) mun hitta hana í næstu viku, 4. febrúar, til að fara yfir spurningalistann og skerpa á því sem félagið vill fá fram. Skrifstofan beðin að bóka fundaraðstöðu um leið og tímasetning liggur fyrir.

5. Fréttabréf Ritnefnd hefur haft samband við stjórn til að fá efni sem birtast á í fréttabréfi, sem nefndin ætlar að gefa út. Stjórnin hefur skilað efninu. Bryndís, tengiliður stjórnar, mun hafa samband við ritnefnd til að fá fregnir af stöðu málsins.

6. Kjarasamningur Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26.2 2016. ASÍ mun sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Fundi slitið kl. 20:00. Næsti fundur haldinn 3. febrúar kl. 18:15.
Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir