20.1.2016 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 20. Jan 2016, haldinn að Stórhöfða 27 kl. 17:00.
Undirbúningsfundur fyrir aðalfund 26. Febrúar 2016.
Mættir: Örvar, Vilborg, Kári, Júlía, Bryndís, Þorsteinn

1. Lagabreytingar hafa borist fyrir löglegan, auglýstan tíma.
2. Bergur Álfþórsson hefur samþykkt að vera fundarstjóri.
3. Marion beðin um að skoða fundargerðir aðalfunda sem eru á vefsíðunni og skoða hvort að allar samþykktar lagabreytingar hafi örugglega komast til skila í lögin.
4. Marion, Júlía og Bryndís beðnar að lesa yfir útsend gögn fyrir aðalfundinn, m.t.t. villna, ÁÐUR en þau eru send út. Gert er ráð fyrir að senda fundarboð um leið og stærðfræðiútreikningur hefur verið lagður fram og við sjáum hvaða sjúkrasjóðslagabreytingar er hægt að leggja fram.
5. Fjárhagsáætlun. Gerð verður slík og lögð fram.
6. Formannskjör. Snorri Ingason gefur kost á sér, en Örvar ætlar að segja af sér (vegna anna).
7. Stjórnarkjör; Þorsteinn og Vilborg gefa kost á sér áfram. Búast má við mótframboðum.
8. Kjósa þarf í fræðslunefnd, ritnefnd, kjaranefnd. Finna þarf kandidata sem eru tilbúnir að bjóða sig fram.
9. Skólanefnd er kosin til 2 ára; skoða þarf hvort að þessi nefnd var kosin 2015.
10. Farið yfir gögn sem hafa þarf með á fundinn, þar inn vantar félagsfána.
Flest af því sem þar þarf að huga að er í höndum skrifstofu. Stjórn mun einnig hafa hönd í bagga í tengslum við lagabreytingatillögurnar, sbr. lið 3 hér að ofan.
11. Stjórnin ætlar að skoða vel útprentað félagatal fyrir fundinn.
12. Hólar, spurningalistinn. Anna Vilborg mun hafa umsjón með þessari vinnu og hún verður á landinu í byrjun febrúar.
13. Eftirlíkingarmerkið; nemandi í skólanum í Höfða hefur látið gera merki leiðsögumanna sem er eftirlíking af merki FL. Finna þarf hver það er og síðan þarf að fá lögfræðing til að senda viðkomandi bréf þar sem honum er gerð grein fyrir ólögmæti þessa gjörnings.