28.11.2016 - Stjórnarfundur

Fundur um framtíð Stéttarfélags Félags leiðsögumanna.

Mættir eru úr stjórn Vilborg Anna, Snorri, Kári, Örvar Már.
Laganefnd: Indriði H Þorláks, Eiríkur Einarsson, Hlíf Ingibjartsdóttir, (Steinunn)

Vilborg setti fundinn og bað Kára að fara yfir stöðumála. Skipurit og uppbygging á Stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík væri gott dæmi um regnhlífarsamtök yfir alla leiðsögumenn. Búa til pláss fyrir alla leiðsögumenn í Stéttarfélagi leiðsögumanna, fjallaleiðsögumenn, gönguleiðsögumenn, hvalaleiðsögumenn osfrv.

Vilborg talar um fyrirkomulag skrifstofunnar, hvort ekki sé eðlilegt að skoða samsetninguna og formið. Það er komið að því að gera starf Formanns að föstu starfi, ekki endilega 100% starfi en þó þannig að um heilsársstarf sé að ræða. Verðum að líta inná við! Áhugamanna stjórn er ekki lengur ásættanlegt form.

Snorri bendir á að við séum ekki með nógu sterkt Bakland. Þurfum að vinna enn frekar í því. Leiðsögumenn eru að borga til annara stéttarfélaga og við ekki að fá þaðan inn þær tekjur sem við þurfum til að reka félagið. Mikil vinna hefur verið á skrifstofu fyrir utanfélagsaðila og önnur stéttarfélög að vísa á okkur mörgum málum.

Frumvarp um lögverndun náðist ekki að klára fyrir þingslit og kosningar og er enn í þinginu. Hann bendir einnig á að í menntunarmálum að bréf frá ráðuneyti staðfesti að námsskrá er enn í gildi þar sem engin önnur hefur komið fram.

Indriði tekur undi að nauðsynlegt sé að ná utan um alla sem eru utan félagsins. Sama hvaða skóla þeir hafa verið í. Hvernig tekur félagið á réttindamálum þeirra sem eru fyrir utan félagið! Er hægt að búa til námsskeið fyrir þá sem eru í skólum sem ekki hafa kennt eftir námsskrá!

Örvar benti á að þekkingarmiðstöð ferðaþjónustunnar sé í býgerð og verði kannski sá vettvangur sem okkur vantar og þar verði raunfærnimat framkvæmt sem okkur vantar. Kemur á vormánuðum!

Hlíf bendir á að við verðum að svara opinberlega skrifum Jakobs og að hann vilji að við notum Vakann til að fá gæðastimpil á okkur. Skiljum ekki alveg hvernig Vakinn á að bjarga fyrir okkur menntamál.
PR-málin eru það sem við þurfum að leggja mikla áherslu á!

Ísleifur frá fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarsambandinu kom á fundinn og sagði okkur frá raunfærnimati og hvernig hægt væri að koma því á hjá okkur! Fagnefndir sömdu námsskrár áður fyrr, enn nú eru það skólarnir sem gera það! Ekkert opinbert mat er nú til. Ráðuneyti samþykkti að skólar sæju alfarið um þetta. Stéttarfélögin berja í borðið í samningaviðræðum og neita afslætti á námið, það er eina leiðið til stoppa niður brotið á náminu! Hann gengur af fundi!

Þurfum að berjast gegn gömlum kreddum,

Indriði segir Félagið hefur ekki tíma til að bíða eftir þekkingarsetrinu og þarf að endurskrifa lögin þannig að allir eigi skýrt heimili þar. Og í annan stað að tala við SAF og vinna með þeim í ná menntunarmálum á þann stað sem við þurfum!

Snorri bendir á að ökuréttindi sem fyrirmynd að leið til að tryggja réttindi leiðsögumanna.

Örvar bendir á að við þurfum að skoða lögin og hvernig hægt er að skilja fagfélagið og stéttarfélagið þannig að allir skilji að félagið sé opið öllum eins og það er nú þegar!

Eftir umræður um þetta voru vangaveltur að hafa þjóðfundarformið á félagsfundi/um til að vinna í lagabreytingarmálum! T.d. í Janúar.

Kári kallar til starfsfund með nefndinni 12. Desember kl. 17:00. Allir lesa lögin og verða undirbúin fyrir þann fund!

Donna er beðin um að senda nefndarmönnum lög félagsins í Word-skjali!

Fundi slitið!