08.11.2016 Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna haldinn 8. nóvember 2016 kl. 12

Mætt: Vilborg, Þorsteinn, Örvar, Kári, Júlía, Bryndís, Snorri

Formaður FL
Örvar Már Kristinsson hefur óskað eftir að stíga til hliðar sem formaður fram að aðalfundi. Vilborg Anna, varaformaður, tekur því formlega við en hún hefur verið starfandi formaður frá því í vor. Snorri verður varaformaður.

Framtíð FL
Með vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi er ljóst að starfsemi félagsins vex þessu samfara. Rætt um nauðsyn þess að hafa leiðsögumann í fullu starfi sem framkvæmdastjóra félagsins. Samkvæmt lögum félagsins er formaður FL framkvæmdastjóri.
Starfsemina verður að efla en til þess þarf fjármagn.

Fjármál
Skrifstofan hefur tekið saman yfirlit yfir fjármál félagsins. Útistandandi er rúm 1,5 milljón vegna ógreiddra fagfélagsgjalda. Misskilningur hefur komið upp hjá fagfélagsmönnum sem eru einnig í stéttarfélaginu að þeir þurfi þá ekki að greiða árgjaldið.
Stéttarfélagsgjöld koma frá vinnuveitendum inn til félagsins og eru nýtt í rekstur. Síðan eru sjúkrasjóður og endurmenntunarsjóður félagsins, sem taka lítinn sem engan þátt í rekstri FL.
Júlía, gjaldkeri félagsins, hefur þessa vinnu.
BK hefur samband við Blaðamannafélagið og spyr um þátttöku sjóða félagsins í rekstri þess. Skrifstofa beðin að hafa við ASÍ, VR og kannski eitt til tvö önnur félög og til afla upplýsinga um það sama. Upplýsingum verði miðlað til Júlíu.

Félagsmenn
Hægt er að fjölga félagsmönnum verulega með því að gera ,,leiðsögumönnum“ grein fyrir því að þar er hagsmunum þeirra best borgið. Skrifstofan/stjórnarmenn hafa verið að sinna kjaramálum leiðsögumanna sem er ekki í félaginu en það gengur ekki lengur. Stjórn samþykkir að almennt séu mál ekki tekin til vinnslu nema um félagsmenn sé að ræða. Til að fá alla í faginu til að ganga í félagið þarf að kynna mjög vel hvað ávinnst með því að ganga í félagið og hvað tapast, t.d. FL v.s. VR þá stæðu líklega einungis sumarbústaðirnir útaf.
Vilborg var búin að bera saman sjóði nokkurra félaga, sem er gott undirbúningsskjal til að nota við þessa vinnu. Vilborg skoðar hvert við erum komin m.t.t. til síðustu lagabreytinga og hvað mætti enn bæta við.

Laganefnd
Biðja þarf nefndina sem skipuð var á síðasta aðalfundi um að fara mjög vel yfir stéttarfélags- og fagfélagsaðildina m.t.t. til framtíðar FL. Í skoðun á lögunum þarf einnig að skoða útvíkkun á starfi formanns og annað sem snertir framtíðarstarfsemi félagsins.
Kári tekur að sér að tala við formann nefndarinnar til að koma vinnunni af stað.

Félagsfundur
Ákveðið að hafa félagsfund 22. nóvember kl. 20. Haldinn í salnum í húsnæði FL. Þar verður kynnt skýrslan um rannsókn Hólaskóla á innviðum FL. Skrifstofan sendir út fundarboð til félagsmanna og tilkynningu á heimasíðuna.

Skólanefnd FL
Bréf barst frá skólanefnd um að fá fund með stjórn vegna náms í leiðsögn og fleira tengt þeim málm.
Fundur boðaður 14. nóvember kl. 16. Skrifstofan beðin um að boða nefndina á fund. Þeir stjórnarmenn mæta sem komast.

Trúnaðarmenn á vinnustöðum
Samkvæmt stéttarfélagslögum eiga starfsmenn rétt á að vera með trúnaðarmann á vinnustöðum með ákveðinn fjölda starfsmanna (5). Félagið þarf að stuðla að því að trúnaðarmenn séu kosnir hjá þeim fyrirtækjum sem eru með fastráðna leiðsögumenn.
Vilborg, ásamt skrifstofunni, aflar upplýsinga um slík fyrirtæki.

,,Tækninefnd“
Þorsteinn hefur verið í nefnd f.h. FL um öryggismál bíla sem notaðir eru í leiðsögn, þ.e. hvers konar ökutæki megi nota í þessu skyni. Erindi hefur verið sent til viðkomandi ráðuneytis um að tillit verði tekið til umsagna nefndarinnar í reglugerð um þessi mál. Tækninefndin mun fylgja málinu eftir.
Stjórnin óskar eftir að nefndin finni út öryggis- og vinnuumhverfisreglur fyrir leiðsögumenn, þ.e. leiðsögumannssætin. Bæði innlendar og skv. Evrópureglargerðarstaðli.

Ársfundur Safe Travel
Þorsteinn mætti á fundi FL fyrir hönd félagsins. Hann gerði stuttlega grein fyrir því sem fram fór á fundinum, t.d. er upplýsingaskiltum að fjölga um allt land og notkunin almennt meiri.

Skírteini fyrir félagsmenn sem eru ekki í fagfélaginu Erindi hefur borist frá stéttarfélagsaðilum um að fá skírteini frá FL sem sýnir að þeir eru félagsmenn. Málið verður skoðað.

Auglýsingar frá félagsmönnum
Samþykkt að ef félagsmenn FL eru með námskeið, sem gagnast félagsmönnum almennt, þá geta þeir auglýst í gegnum FL endurgjaldslaust.

Merktur fatnaður Talsvert er spurt um merktan fatnað fyrir FL. Snorri tekur að sér að skoða þessi mál.

Erindi til FL
WC-mál: Erindi barst frá aðila sem ætlar að koma upp WC-aðstöðu víða um land. Hann hefur óskað eftir að fá fund með stjórn til að kynna málið og fá álit á tillögum sínum. Samþykkt að boða hann á fund kl. 15:15 þann 14. nóvember.
Fréttablaðið: Tilboð barst um að vera með í kynningarblaði sem þá myndi kosta rúmlega 100.000 kr. Tilboðinu hafnað.

Fundi slitið kl. 15.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir