08.03.2016 - Stjórnarfundur

ndur Félags leiðsögumanna 8. mars, kl. 18

Mætt: Kári, Vilborg, Bryndís, Örvar

1. Sjúkrasjóður a) Umsókn um styrk vegna tannlækniskostnaðar. Synjað þar sem styrkveitingin samræmist ekki reglum sjúkrasjóðs m.t.t. dagsetningar umsóknar. b) ) Umsókn um styrk vegna meðferðar hjá kírópraktor. Synjað þar sem styrkveitingin samræmist ekki reglum sjúkrasjóðs m.t.t. dagsetningar umsóknar.

2. Erlendir leiðsögumenn Umsóknir um undanþágur vegna erlendra leiðsögumanna. Örvar hefur verið að kanna stöðu þessara mála hjá ýmsum aðilum og málið er því ennþá í ferli.

3. Eining – Iðja o.fl. – eftirlitsmaður Haft var samband við FL um að taka þátt í verkefni sem snýr að því að ráða sameiginlegan starfsmann sem hefur með höndum eftirlit með starfsmönnum sem falla undir stéttarfélög á Norðurlandi og á landsvísu. Kostnaður FL yrði ekki mjög mikill. Jákvætt tekið í málið.

4. Vangreidd laun félagsmanns FL hefur verið beðið að skoða launagreiðslur til leiðsögumanns þar sem grunur leikur á að laun hans hafi verið vangreidd, m.t.t. nýrra kjarasamninga 2015.

5. Spurningarlisti frá Háskólanum á Hólum Farið yfir spurningar könnunar um bakgrunn félagsmanna sem Háskólinn á Hólum er að vinna fyrir félagið. Kári sér um að senda ábendingar til forstöðumanns könnunarinnar.

6. Félagsfundur Stefnt er að því að halda félagsfund í byrjun apríl. Skrifstofa beðin að bóka stóra fundarsalinn.

7. Almenn kynning á stéttarfélagi FL Skipulagðar verða ferðir fulltrúa stjórnar Norður í land til að kynna stéttarfélag FL. Sams konar fundur verður haldinn á höfuðborgarsvæðinu. Fundirnir verða haldnir í apríl.

8. Fundir með nefndum Hver og ein nefnd FL verður boðuð á fund með stjórn fljótlega, þar sem farið verður yfir starfið á árinu. Fundurinn verður haldinn 15. mars. Skrifstofa beðin um að boða nefndirnar og að þær verði komnar með drög að starfsáætlun fyrir starfsárið.

9. Fundur með Ásmundi Friðrikssyni Fulltrúar stjórnar fara á fund með Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni í fyrramálið vegna þess að hann er að mæla fyrir frumvarpi sínu um lögverndun starfsheitins leiðsögumanna á alþingi á morgun.

10. Stjórnarstörf Stjórn skiptir með sér störfum; stjórn er óbreytt nema hvað Snorri Ingason kemur nýr inn. Vilborg Anna samþykkir að vera áfram varaformaður, Júlía Hannam samþykkir að vera áfram gjaldkeri, Bryndís samþykkir að vera ritari, Kári, Þorsteinn og Snorri samþykkja að vera almennir stjórnarmenn.

Fundi slitið kl. 20:30. Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir