03.02.2016 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 3.2.16, kl. 18:15. Mætt: Júlía, Kári, Vilborg, Þorsteinn, Bryndís, Örvar

1. Prókúra fyrir nýjan starfsmann
Lagt fram skjal fyrir stjórn til að undirrita, um prófkúru á bankareikning FL fyrir nýjan starfsmann.
2. Eftirlíking af merki FL Sent verður bréf til ábyrgðarmanns merkis sem er nauðalíkt merki FL. Skrifstofan beðin að miðla nauðsynlegum upplýsingum til lögfræðistofu.
3. Ritnefnd Bryndís, tengiliður stjórnar við ritnefnd, hitti ritnefnd á fundi í dag, þar sem m.a. var rætt um verklag ritnefndar til framtíðar og starfsreglur fyrir nefndina.
4. Aðalfundur verður haldinn 29. febrúar n.k. Farið yfir hagnýt atriði sem halda þarf til haga fyrir aðalfund. Lagabreytingartillögur frá stjórn eru svo til tilbúnar, ljóst er hverjir gefa kost á sér til áfaramhaldandi setu í stjórn. Eftir er að fá svör frá nokkur nefndum um nefndarsetur. Skrifstofa beðin að ítreka við þær nefndir sem eftir eru að þær sendi svar hið allra fyrsta. Gögn verða send út með fundarboði, stefnt er að því að það verði 17. - 18. febrúar, í síðasta lagi viku fyrir fund, sbr. lög félagsins. Fundurinn verður einnig auglýstur í fjölmiðlum. Skrifstofan beðin að undirbúa öll gögn sem þurfa að vera til fyrir aðalfundinn (sbr. ,,tékklistinn“).
5. Yfirlýsing stjórnar FL vegna markaðsátaks Icelandair
Stjórn FL telur ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna markaðsátaks Icelandair sem kynnt var í gær, enda margar ábendingar borist til stjórnar um málið. Yfirlýsing frá stjórn Félags leiðsögumanna Stjórn Félags leiðsögumanna lýsir furðu sinni á þeim fyrirætlunum Icelandair sem birtar voru í vikunni. Þar hefur félagið kynnt mjög sérstaka þjónustu starfsmanna sinna, sem felur í sér að farið er inn á starfssvið leiðsögumanna og margra annarra starfsstétta sem og fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar.
Yfirlýsingin var send til fjölmiðla, Facebook félagsins og Icelandair í lok fundar.

Fundi slitið kl. 20:40.

Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir