Stjórnarfundur 8.12.2015

Mætt: Örvar, Vilborg, Þorsteinn, Kári, Júlía og Bryndís
Dagskrá:
1. Sjúkrasjóði
Umsóknir:
a) Sótt um vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar. Samþykkt 17.700 kr., skv. reglum sjóðsins.
b) Sótt um vegna heilbrigðisþjónustu. Samþykkt 82.561 kr. skv. reglum sjóðsins.
c) Sótt um vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar. Samþykkt 15.900 kr., skv. reglum sjóðsins.
d) Sótt um vegna sjúkradagpeninga vegna vinnutaps, október, nóvember og desember. Samþykkt kr. 644.408 kr. skv. reglum sjóðsins.
e) Sótt um vegna kostnaðarsamrar heilbriðgisþjónustu. Samþykkt 4.756 kr. skv. reglum sjóðsins.
f) Sótt um sjúkradagpeninga vegna vinnutaps í nóvember og desember. Samþykkt kr. 125.698 og 188.547 kr. skv. reglum sjóðsins.
g) Sótt um vegna sjúkradagpeninga vegna vinnutaps í nóvember. Samþykkt kr. 14.740 kr. skv. reglum sjóðsins.

Breytingar á sjóðnum: Vilborg Anna, f.h. laganefndar, hefur borið saman það sem sjóðurinn gerir fyrir félagsmenn FL miðað við það sem sambærilegir sjóðir annarra stéttarfélaga, s.s. BHM, gera fyrir sína félagsmenn. Stjórn mun fara yfir skjal Vilborgar m.t.t. þess hvort leggja eigi til breytingar á sjóði FL.

2. Skrifstofa Rætt um framtíðarskipulag á skrifstofu þar sem ljóst er að álag er sífellt að aukast samfara stækkun félagsins. Sett verður af stað ferli til að finna nýjan starfsmann en væntanlega mun því ekki ljúka fyrr en fljótlega eftir áramótin.

3. Stjórn Farið yfir skráningu á fundarsetu stjórnar m.t.t. greiðslna skv. samþykktum félagsins.

4. Kjarnefnd Samþykkt að greiða kjaranefndarfólki fyrir fundarsetu, skv. samþykktum félagsins.

5. Fréttabréf ritnefndar Ritnefnd ætlar að gefa út rafrænt fréttabréf og óskar eftir efni frá stjórn sem þar ætti að koma fram. Bryndís er tengiliður stjórnar við ritnefnd og mun hafa samband við ritnefnd vegna efnis frá stjórn.

Fundi slitið kl. 20. Fundarritari, Bryndís Kristjánsdóttir