Stjórnarfundur 7.4. 2015

Mætt: Örvar Már,Þorsteinn, Marion og Kári.
Tekin fyrir umsókn úr sjúkrasjóði.
Umsókn um styrk vegna krabbameinsleitar samþykkt.
Fundur með nefndum
Stefnt að fundi þriðjudaginn 21.apríl kl 18:oo. Kaffi Reykjavík.
Örvar Már gerði grein fyrir stöðu mála vegna kjarasamninga og í hvaða ferli samningamálin stefna.
Síðasti fundur kjaranefndarafa var í morgun með fulltrúum SA. Var það þriðji samningafundurinn.
Stefnt er að þremur fundum í næstu viku.
Leiðsögumenn hafa bent á að settar hafi verið upp myndavélar og hljóðupptökutæki í rútum á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Rætt um að vara við þessu og senda bréf til viðkomandi með umkvörtun.
Tekið fyrir bréf frá Jakobi Guðjónsen ökuleiðsögumanni um menntun og réttindi leiðsögumanna sem ekki hafa farið í skóla fyrir leiðsögumenn.
Fundi lokið kl. 20:00.