Stjórnarfundur 30.9.2015

Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna, 30. september 2015, kl. 17:00
Mætt: Vilborg, Kári og Bryndís. Þorsteinn mætti kl. 18.

1. Fræðslunefnd Á síðastliðinn laugardag var farin haustferð FL, sem fræðslunefnd félagsins tók að sér að skipuleggja og framkvæma. Margt fór úrskeiðis og stjórnin mun kalla nefndina á sinn fund. Skrifstofu falið að boða nefndarmenn á fund stjórnar 5. október n.k. kl. 17.30.

2. Kjarasamningar, grein 3.1.2 Talsvert hefur verið leitað til skifstofu vegna vinnutíma leiðsögumanna, eins og hann er skilgreindur skv. gr. 3.1.2 í nýgerðum kjarasamningi. Eftir samtal við formann kjaranefndar er ljóst að skoða þarf orðalagið í þessari grein. Formanni kjarnanefndar FL falið að ræða málið við SAF. Jafnframt þarf að kalla saman samstarfsnefnd Félags leiðsögumanna og SAF sem allra fyrst. Tveir menn frá hvorum aðila eru í nefndinni. Stjórnin samþykkir að formaður kjaranendar verði með formanni FL í nefndinni. Skrifstofu falið að senda SAF erindi, þar sem fram kemur að stjórn félagsins óski eftir að fundi samstarfsnefndarinnar verði komið á sem fyrst, og biður um tillögu að fundartíma.

3. Umsagnir um mál frá Alþingi a) Tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu. Erindi barst frá Alþingi um viðbrögð við ofangreindri ályktun. Stjórn samþykkir að styðja tillöguna. Skrifstofu falið að senda svarið. b) Óskað eftir umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um náttúrvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðaregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), sem umhverfis- og samgöngunefnd leggja fram. Um mjög viðamikið mál er að ræða og frestur til að skila umsögn er til 8. október. Afgreitt á eftirfarandi hátt: Stjórn Félags leiðsögumanna vekur athygli félagsmanna á þessu mikilvæga máli og hvetur þá til að kynna sér málið. Jafnframt er bent á að hver og einn getur komið athugasemdum á framfæri við nefndina. Skrifstofu falið að senda þetta til félagsmanna, með tengil í málið á vef Alþingis.

4. Háskólinn á Hólum Erindi var sent til rektors í vor um samstarfsverkefni félagsins og skólans. Rektor svarði að skólinn myndi skoða málið og ýtt hefur verið á um að fá svar.

5. Félagsfundur Ákveðið að halda fyrsta félagsfundinn 5. nóvember n.k. Umræðuefni verða mál sem brenna á félagsmönnum. Skrifstofan beðin að setja þetta inn á dagatal félagsins.
Fundi slitið kl. 19:00.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir