Stjórnarfundur 3.3. 2015

Mættir: Örvar Már, Marion,, Kári, Þorsteinn og Vilborg

Dagskrá:
1. Fundur v. skoðunarmanna – fundarboð á aukaaðalfund
2. Tékklisti v. aðalfundar – muna senda í t-pósti
3. Umsókn úr sjúkrasjóði
4. Önnur mál.

1. Einungis eitt dagskráratriði þarf að vera í fundarboði. Dagskrá aukaaðalfundar skal vera skv 25. Grein laga Félags leiðsögumanna. Fundarboðið er í sérstöku skjali.
2. Tékklisti ræddur og ákveðið að fara yfir verkferla.
3. Umsókn úr sjúkrasjóði um sjúkradagpeninga. Samþykkt að greiða dagpeninga með þeim fyrirvara að atvinnuveitandi sé búinn að greiða eins og ber skv. kjarasamningum.
4. Önnur mál. Rætt um aukin fréttafluttning frá félaginu. Daglegur fréttafluningur heyrir undir skrifstofuna. Fræðsluefni, og rafrænt fréttabréf unnið af ritnefnd fer í gegn um skrifstofuna. Facebook síða félagsins heyrir undir stjórn.
5. Ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða sjúkrasjóðslög félagsins með það fyrir augum að sjúkrasjóðurinn sé aðgengilegri fyrir félagsmenn. Stjórn skipar Marion Lerner sem formann nefndarinnar og verður tveir aðilar valdir inn að auki. Nefndin skal hefja störf nú á vormánuðum.