Stjórnarfundur 29.12.2015

Mætt: Þorsteinn, Marion, Vilborg, Kári, Júlía, Örvar og Bryndís.

1. Flutningur
Að undanförnu hefur verið skoðað hentugra húsnæði fyrir skrifstofu og aðra starfsemi félagsins. Ákveðið var að taka skrifstofurými að Stórhöfða 27, sem er í eigu Rafiðnaðarsambandsins. Þar eru ýmis fleiri stéttarfélög til húsa og samnýting á eldhúsi, fundarsölum, öryggisgæslu og fleiru. Leigan er lægri en núverandi leiga. Samþykkt að stefna að því að flytja fljótlega eftir áramót. Ljóst er að mikið er af eldri gögnum félagsins í núverandi geymslu sem nauðsynlega þarf að fara vandlega yfir m.t.t. geymslu á Þjóðskjalasafninu. Ákveðið að fá starfsmann frá VMST, í átaksvinnu, til að vinna við skjalasafn félagsins á þann hátt. Laun eru að miklu leyti greidd af VMST en einhver hluti fellur á félagið.

2. Sjúkrasjóður
a) Umsóknir - Sótt um vegna krabbameinsleitar. Samþykkt að greiða 6.300 kr. samkvæmt reglum sjóðsins. - Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt að greiða 22.408 kr. samkvæmt reglum sjóðsins - Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt að greiða 8.450 kr. samkvæmt reglum sjóðsins. b) Tillögur að breytingum
Vilborg hafði borið saman sjúkrasjóð FL og nokkurra annarra stéttarfélaga og tekið saman tillögur að breytingum. Ásta á skrifstofunni sendi athugasemdir og Bryndís sömuleiðis, auk þess að gera tilraun til að gera orðalag ýmissa eldri greina skiljanlegra. Farið yfir þessar tillögur og þær ræddar. Ljóst er að ekki er hægt að taka allar breytingarnar inn strax en samþykkt að senda þær til útreiknings hjá tryggingastærðfræðingi og taka ákvörðun í kjölfarið.

3. Starfsumsóknir
Leitað hefur verið til VMST um starfsmann – annars vegar á skrifstofunni og hins vegar í tímabundið starf til að vinna við gagnasafn FL sbr. lið 1 hér að ofan. Lagðar fram umsóknir frá þremur umsækjendum um síðarnefnda starfið og samþykkt að tala við meðmælendur vegna tveggja og í kjölfarið að tala við viðkomandi.
Starfsmaður Þjóðskjalasafns kemur 5. Janúar til að fara yfir hvernig skrá á gögn í safnið.
Um skrifstofustarfið hafa borist umsóknir frá talvert mörgum, farið var í gegnum þær og ákveðið að tala við meðmælendur vegna fjögurra umsækjenda og í kjölfarið kalla í viðtal eftir þörfum.

4. Rannsókn á samsetningu og bakgrunni félagsmanna FL
Afar brýnt er að fá greinargóðar upplýsingar um samsetningu og bakgrunn (menntun, starfsreynslu o.fl.) félagsmanna FL. Leitað var til Háskólans á Hólum um að vinna slíka rannsóknarvinnu og lögð voru fram drög að samningi frá skólanum um verkefnið. Svör þarf að fá frá þeim vegna kostnaðar, sem er hærri en gert var ráð fyrir. Samþykkt að draga úr víðfemi verkefnisins og umorða þarf markmiðið með rannsókninni.
Kári mun hafa samband við verkefnisstjórann.

5. Merki félagsins
Í umferð er merki sem er greinilega eftirlíking af merki félagsins, sem er skráð opinberlega. Málinu hefur verið vísað til viðeigandi stofnana og beðið er niðurstöðu. Málinu verður fylgt fast eftir.

Fundi slitið kl. 13:30.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir