Stjórnarfundur 28.4.2015

Mætt: Vilborg, Kári, Örvar, Bryndís
1. Umsóknir úr sjúkrasjóði
a) Sótt um vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Samþykktur styrkur 81.793 kr., í samræmi við reglugerð sjóðsins.
b) Sótt um sjúkradagpeninga vegna apríl 2015. Samþykkt að greiða 385.730 kr. í samræmi við reglugerð sjóðsins.
c) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt að greiða kr. 15.043, í samræmi við reglugerð sjóðsins.
d) Sótt um sjúkradagpeninga vegna apríl 2015. Samþykkt að greiða 257.320 kr., í samræmi við reglugerð sjóðsins.
e) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt að greiða kr. 11.772, í samræmi við reglugerð sjóðsins.

2. Erindi frá skólanefnd Skólanefnd félags leiðsögumanna óskar eftir heimild stjórnar til að leita eftir frekara áliti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á því hvernig bregðast megi á faglegan hátt við fyrirspurnum sem þessum og í framhaldi af því eftir atvikum að vinna nánar að útfærslu þeirra tillagna sem fram koma frá FA varðandi mat á námsframboði og hugsanlegt mat á starfsreynslu. Stjórn Félags leiðsögumanna verði upplýst um framgang málsins jafnóðum.

Samþykkt, enda verður stjórnin upplýst um gang mála og verður höfð með í ráðum.

3. Tillaga frá aðalfundi Guðrún Helga Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu á aðalfundi Félags leiðsögumanna 24. febrúar 2015 sem var samþykkt. Aðalfundur Félags leiðsögumanna haldinn 24. febrúar 2015 samþykkir að gerð verði víðtæk könnun þannig að skýr mynd fáist á það hvernig stétt leiðsögumanna lítur út. Kannað verði bæði meðal félagsmanna annars vegar og leiðsögumanna almennt hins vegar hvernig kjör eru, hver menntunin er, hvernig vinnutími leiðsögumanna er, starfsreynsla og starfsaðstæður almennt.

Stjórn samþykkir að senda erindi til Háskólans á Hólum og kanna hvort að þar sé áhugi fyrir því að þetta verði nemendaverkefni næsta haustmisseri, þar sem bæði yrði aflað bakgrunnsupplýsinga um félagsmenn sem og unnið nánar með niðurstöðurnar. Verkefnið gæti verið BA eða MA verkefni hjá skólanum. Félagið myndi styrkja þetta verkefni. BK tekur að sér að gera grunn að bréfinu, í samráði við aðra stjórnarmenn, en útfæra þarf mjög vel svar við hvaða spurningum félagið þarf að fá.

4. Power point og kynningarbæklingur fyrir Félag leiðsögumanna Skoðuð drög að Power point kynningu sem Vilborg Anna og Bryndís höfðu útbúið til að fara með þegar óskað er eftir kynningu á FL. Einnig lögð fram drög að kynningarbæklingi. Stjórnarmenn ánægðir með þessi fyrstu skref. Power point kynningin verður síðan uppfærð eftir þörfum og bæklingurinn prentaður að loknum prófarkalestri.

Fundi lokið kl. 19:30. Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir