Stjórnarfundur 2.6.2015

Stjórnarfundur 2. júní 2015.
Mættir: Vilborg, Þorsteinn og Marion
Fundarefni: Umsóknir úr sjúkrasjóði, umsókn um inngöngu í fagfélagið, auglýsingar MS

1) Sjúkrasjóður, umsóknir - fyrirbyggjandi líkamsrækt: 26.500,- kr., samþykkt - fyrirbyggjandi líkamsrækt: 7.490,- kr., samþykkt - skjúkraþjálfun: 4.140,- kr., samþykkt

2) Umsókn um inngöngu í fagfélagið
Umsókn frá konu sem tók próf í ferðamálaskóla Íslands, próf (BA) í íslensku frá HÍ og ýmis önnur próf (þ.á.m. viðskiptafræði). Skv. lögum Fl. (3 gr. Aðild, 3.1. Fagfélagsaðild) fá inngöngu í fagfélagið allir þeir sem hafa lokið leiðsögunámi frá skóla sem kennir skv. gildandi námskrá gefið út af menntamálaráðuneytinu. Í ljósi þess getum við á þessari stundu ekki samþykkt umsóknina, þar sem Ferðamálaskóli Íslands kennir ekki skv. þessari námskrá.

Ritari: Marion Lerner