Stjórnarfundur 18.5.2015

Mætt: Vilborg Anna, Marion, Bryndís og Þorsteinn
1. Sjúkrasjóður a) Sótt um sjúkradagpeninga vegna maí 2015. Samþykkt 385.730 kr. skv. reglum sjóðsins. b) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 20.700 kr., skv. reglum sjóðsins. c) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 9.900 kr. skv. reglum sjóðsins. d) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 4.140 kr. skv. reglum sjóðsins. e) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 6.210 kr. skv. reglum sjóðsins. f) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 8.000 kr. skv. reglum sjóðsins. g) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt 20.700 kr. skv. reglum sjóðsins. h) Sótt um styrk vegna líkamsræktar. Samþykkt 27.264 kr. skv. reglum sjóðsins. (Marion Lerner vék af fundi við afgreiðslu liðar h).

2. Kjaraviðræðuslit Fyrir hönd kjaranefndar afhenti Vilborg Anna Björnsdóttir, starfandi formaður FL, ríkissáttasemjara og SA bréf í dag, þar sem þeim hefur verið tilkynnt að kjaraviðræðum hefur verið slitið og málið afhent ríkissáttasemjara. Innan viku frá afhendingu bréfsins verður kjaranefnd væntanlega boðuð til fundar hjá ríkissáttasemjara.

3. Ritsjóri heimasíðu FL Samkvæmt lögum félagsins skipar stjórn ritstjóra heimsíðu, sem starfar með ritnefd. Stjórn leggur til að Bryndís Kristjánsdóttir, ritari stjórnar FL, taki starfið að sér og samþykkti hún það.

4. Skrifstofa – fundarherbergi Löngu var orðið tímabært að gera betrumbætur á skrifstofunni og ákveðið var að mála og kaupa skrifborð og hillur. Einnig að kaupa lítið borð og stóla í hornið þar sem ljósritunarvélar og fleira var áður. Endurmenntunarsjóður hefur samþykkt að taka þátt í þessum endurbótum. Rætt hefur verið við húsráðanda, Sleipni, um að lagfæra aðstöðuna í fundarherberginu sem og ýmislegt sem er bilað. Sleipnismenn hafa tekið vel í málið.

5. Vorferðin – framkvæmd Fræðslunefnd skipulagði vorferð félagsins á Snæfellsnes 16. maí. Ljóst er að ýmislegt skorti á undirbúningsvinnuna og framkvæmd, auk þess sem alltof mikil og óvænt vinna lagðist á skrifstofuna. Ljóst er að gera þarf verkferil fyrir skipulagningu slíkra ferða, sem og hvernig skrifstofa kemur að þeim. Þorsteinn tekur að sér að vinna drög að verkferilslýsingu og sendir stjórn.

6. Bréf til Hóla um að gera könnun fyrir félagið Samkvæmt samþykkt á síðasta aðalfundi ætlar félagið að láta gera könnun á samsetningu og kjörum félagsmanna, ákveðið var að leita til Háskólans á Hólum og kanna hvort að hann gæti tekið að sér verkefnið. Drög að bréfi hafa legið fyrir og skrifstofan sendir endanlegt bréf til rektors. 7. Erindi frá skrifstofu Sent verður formlegt erindi til VR um undanþágu fyrir starfsmann skrifstofu ef til verkfalls VR kemur.

8. Útskrift úr Leiðsöguskóla Íslands Þorsteinn McKinstry verður viðstaddur útskrift úr Leiðsöguskóla Íslands, 21. maí kl. 14:30. Hann mun afhenda nemendum litla félagsmerkið, fræðslubækling félagsins og umsóknareyðublöð.

9. Sumarfrí, skrifstofu Starfsmaður gerir ráð fyrir að vera í sumarfrí eftirfarandi daga: 18.-19. júní, 5.-11. júlí, 22.7-4. ágúst. Skrifstofan verður lokuð á þessum tíma. Fundi slitið kl. 15:45. Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir