Stjórnarfundur 17.11.2015

Mættir: Kári Jónasson, Þorsteinn McKinstry, Júlía Hannam, Örvar Már Kristinsson, Vilborg Anna Björnsdóttir

Umsóknir um styrk úr sjúkrasjóði:
1. Umsókn um styrk v. sjúkraþjálfunar. Samþykkt að veita kr 9.160.
2. Umsókn um styrk v. fyrirbyggjandi líkamsrækt. Samþykkt að veita kr. 7.800.
3. Umsókn um styrk v. sjúkraþjálfunar. Samþykkt að veita kr. 11.050.
4. Umsókn um styrk v. kostnaðarsamrar heilsuverndar. Dvöl á Náttúrulækningarhælinu í Hveragerði. Afgreiðslu frestað.

Ferðafélag Íslands sendir inn auglýsingu vegna blaðs þeirra. Samþykkt að kaupa ¼ auglýsingu í blað Ferðafélags Íslands að upphæð kr. 50.000. Stjórn felur Vilborgu að útbúa auglýsinguna.

Nýtt húsnæði fyrir FL. Vilborg og Örvar skoðuðu Stórhöfða 27 í vikunni, þetta húsnæði er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands. Eftir er að fá uppgefna leigu og stærð á skrifstofurýminu. Nokkrir fundarsalir myndu verða aðgengilegir FL. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þetta mál, en það skoðað betur á næstu vikum.

Ritari: Vilborg Anna Björnsdóttir.