Stjórnarfundur 15.10.2015

1. Sjúkrasjóður Sótt um styrk vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Samþykkt að greiða kr. 88.512. Bryndís situr hjá við afgreiðslu málsins.

2. Formannafundur hjá ASÍ Fundur verður haldinn 28. Október en Örvar og Vilborg eru í vinnuferð. Júlía tekur að sér að mæta á fundinn.

3. Átak stéttarfélaganna og RÚV Stéttarfélög landsins hafa verið með átak að undanförnu þar sem minnt er á að stöðva félagsleg undirboð. Félagi leiðsögumanna býðst að vera þarna með og heildarkostnaður er 98.000 kr. + vsk. Samþykkt.

4. Skrifstofa FL Þar sem núverandi starfsmaður félagsins hefur sagt upp starfi og ráða þarf nýjan þarf að nota tækifærið til að stokka upp. Stóraukin ferðaþjónusta kallar á fleiri leiðsögumenn og meiri vinnu á skrifstofu félagsins. Jafnframt þarf formaður félagsins að vera með meiri viðveru og aðgengilegur til svara um hin ýmsu faglegu mál. Áfram þarf að vinna með þetta mál.

Hlé gert á stjórnarfundi kl. 18:30 þar sem fræðslunefnd hafði verið boðuð á fund.

Fundarefni: Störf nefndarinnar og framkvæmd haustferðar Mættar: Guðný Margrét, Sigrún, Ólöf Erna og Þórhildur.

Formaður fór yfir aðdraganda fundarins og bað nefndarmenn að gera grein fyrir því sem hefði verið í gerast í nefndinni að undanförnu. Einnig var lagt fram bréf frá Ólöfu Ernu, þar sem hún sagði sig úr nefndinni. Nefndarkonur gerðu grein fyrir því sem þær voru beðnar um og starfsmaður félagsins tók einnig þátt í umræðunni. Formaður þakkaði nefndarkonum fyrir það sem vel hefði verið gert en brýndi jafnframt fyrir öllum að starfa af alúð og virðingu í öllum trúnaðarstörfum sem unnin eru fyrir félagið.

Þórhildur lagði til að vefurinn guide.is yrði kynntur betur fyrir félagsmönnum.

Fundi slitið kl. 20:45 Bryndís Kristjánsdóttir, ritari