Stjórnarfundur 12.1.2015

Stjórnarfundur 12.1.2015 kl:19 Mættir: Örvar, Júlía, Kári, Bryndís og Þorsteinn. Júlía hvarf af fundi kl. 20:15

1. Aðalfundur Rætt um hentuga dagsetningu og stjórn ákvað að fundurinn yrði haldinn 24. febrúar Tilkynning um fundinn verður sett á vefsíðu félagsins á morgun, sem og áminning til félagsmanna um að vilji þeir koma með lagabreytingar þá þurfa þær að berast stjórn eigi síðar en 15. janúar, skv. lögum. Ræddar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs, sem stjórn mun leggja fram á aðalfundi. Skrifstofa er beðin að senda stjórnarmönnum yfirlit yfir hverjir fara úr stjórn og hverjir voru kosnir til fleiri ára. Með góðum fyrirvara verður sett fréttatilkynning í valda fjölmiðla þar sem minnt er á aðalfundinn.

2. Bréf frá leiðsögumönnum á Norðurlandi Félagsmönnum fer fjölgandi á Norðurlandi með tilkomu fullgilds leiðsögunám frá Endurmenntun HA. Þeir vilja bæði vera með samtök sín á milli og að geta verið virkari í starfi félagsins. Formaður og stjórnarmaður munu fara norður og hitta hópinn til að ræða fleti á málinu.

3. Skjávarpi Félagið hefur talsvert oft þurft að leigja skjávarpa og rætt var að mun meiri sveigjanleiki væri með fundarhöld ef félagið ætti sinn eigin skjávarpa. Samþykkt að kaupa einn slíkan.

4. Kjaranefnd Hagfræðingur ASÍ mun aðstoða félagið eftir föngum í komandi kjaraviðræðum en tími hans er takmarkaður. Formaður leggur til að keypt verði utanaðkomandi aðstoð fyrir kjaranefndina. Samþykkt.

5. Umsóknir úr sjúkrasjóði a) Umsókn vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 27.264, skv. reglum sjóðsins. b) Umsókn vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 6.300, skv. reglum sjóðsins. c) Umsókn vegna meðferðar hjá kírópraktor. Hafnað, þar sem reglur sjóðsins leyfa ekki greiðslur vegna slíkrar meðferðar. d) Umsókn vegna sjúkraþjálfunar. Samþykktur styrkur kr. 3.976, skv. reglum sjóðsins. e) Umsókn vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar. Samþykktur styrkur kr. 27.264, skv. reglum sjóðsins. f) Umsókn vegna sjúkraþjálfunar. Samþykktur styrkur kr. 38.190, skv. reglum sjóðsins. g) Umsókn um dagpeninga í janúar, vegna mjaðmaskiptaaðgerðar. Samþykkt að greiða kr. xxxxx skv. reglum sjóðsins.

6. Kynning á félaginu í Leiðsöguskóla Íslands Formaður og varaformaður mæta

7. Landsbjargarskjáinn Setja þarf upp logo og texta fyrir Landsbjargarskjáinn á Geysi, sem Félag leiðsögumanna styrkir, og fær í staðinn birt merki félagsins ásamt texta. Vilborg og Bryndís vinna að málinu.

8. Guide.is Haukur Viðar Jónsson hefur óskað eftir því að fá að kynna vefsíðuna guide.is fyrir félagsmönnum. Honum verður boðið að koma á félagsfund.

Fundi slitið kl. 21:00 Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir