Stjórnarfundur 10.2.2015

Mætt: Bryndís, Þorsteinn, Vilborg, Örvar, Kári, Marion. 1. Fundur með „Norðurlandsdeild“ Örvar las upp fundargerð fundar sem hann og Bryndís fóru á í síðustu viku hjá „Norðurlandsdeild“ leiðsögumanna. Fundurinn var um að efla tengslin og að leggja áherslu á hópurinn, sem hefur verið að útskrifast frá HA, sé örugglega hluti af starfsemi FL. Einnig að kynna betur hvernig félagið starfar fyrir félagsmenn. Norðurlandsdeildin kom með góðar tillögur um að efla ,,persónuhlífar“ leiðsögumanna.

2. Sjúkrasjóður Lagðar fram breytingatillögur stjórnar við reglur sjúkrasjóðs. Fundarmenn skoða fram að næsta fundi, sem og hvort bæta þurfi við.

3. Umsóknir úr sjúkrasjóði a) Umsókn vegna tekjumissis sökum slyss sem varð í ferð. Álits verður leitað hjá lögfræðingi ASÍ um ábyrgð vinnuveitandi og réttindi starfsmanns. b) Umsókn vegna fyrirbyggjandi meðferðar. Þessi aðili fékk greitt fyrir sams konar meðferð í fyrra. Samþykkt að greiða 27.264 kr. skv. reglum sjóðsins. c) Afgreidd umsókn vegna styrk úr sjúkrasjóði FL kr. 8.251,- 2015 d) Afgreidd umsókn vegna kr. 8.100,- vegna 2014. E) Afgreidd umsókn um styrk úr sjúkrasjóð FL kr. 4.430,- skv. 12.8.b f) Afgreidd umsókn vegna styrk úr sjúkrasjóð FL sjúkraþjálfun kr. 15.730,-

4. Upplýsinga- og fræðslunefnd ASÍ Óskað hefur verið eftir fulltrúa FL í þessa nefnd á vegum ASÍ. Kári Jónasson er tilnefndur fulltrúi félagsins.

5. Fundur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti Vilborg og Þorsteinn verður fulltrúar félagsins í verkefnahópi á vegum ráðuneytisins um opinbera stefnu- og framtíðarsýn í ferðmálum.

6. Notkun leiðsögumanna á eigin tækjum og tólum í þágu vinnuveitanda Fyrirspurn barst frá félagsmanni um það hvort félagið hefði stefnu hvað snertir notkun leiðsögumanns á eigin tækjum í þágu vinnuveitanda. Engin ákveðin stefna félagsins er til í þessu máli en stjórnin telur eðilegt að leiðsögumaður óski eftir eðlilegri greiðslu fyrir notkun á tækjum sínum.

7. ,,Ókeypis“ ferðir í Reykjavík Auglýstar eru ,,ókeypis“ leiðsagðar ferðir um Reykjavík en þegar allt kemur til alls þá er óskað eftir ,,þakklætis“ greiðslu í lok ferðar. Rætt var um lögmæti slíkra ferða, sem greitt er fyrir í reiðufé. Einnig er siðferðið ekki upp á marga fiska. Síðast en ekki síst er ,,leiðsögumaðurinn“ að undirbjóða stéttina en skv. lögum má ekki vinna undir samþykktum lágmarkstöxtum. Formaður og skrifstofan munu senda viðkomandi ábendingu um ólögmæti starfsaðferðar hans. Athuga þarf líka hvort að fleiri aðilar séu með slíkar ferðir í boði.