Aukaaðalfundur Félags leiðsögumanna 2015

Aukaaðalfundur Félags leiðsögumanna 16. mars 2015 haldinn á Restaurant Reykjavík kl. 20.

Formaður, Örvar Már Kristinsson, setti fundinn. Hann lagði til að Tryggvi Jakobsson yrði fundarstjóri. Engar mótbárur bárust og Tryggvi tók því að sér fundarstórn.

Dagskrá 1. Kosning skoðunarmanna Gengið var til formlegrar dagskrár, sem var kosning skoðunarmanna reikninga. Tryggvi baðst afsökunar á því að þau mistök höfðu orðið á aðalfundi 2015 að kjósa skoðunarmennina og af þeim sökum var boðið til þessa aukaaðalfundar. Tillaga var um þá sem gengt hafa þessu embætti fyrir félagið um árabil, þá Gylfa Guðmundsson sem aðalmann og Val Pálsson varamann. Fundarstjóri lýsti eftir fleirum framboðum en engin bárust og þeir töldust því réttkjörnir.

Fundi slitið kl. 20:05. Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir