Stjórnarfundur 16.2.2015

Mætt: Örvar, Marion, Kári, Vilborg, Bryndís
1. Aðalfundur a) Drög að ársreikningi 2014 lögð fram til skoðunar. b) Breytingar Breytingartillaga um aðild að F.E.G. (Félag evrópskra leiðsögumanna): Stjórnin leggur til að Félag leiðsögumanna gerist aukaaðili að samtökunum.

Breytingartillaga um aðild að I.G.C. (Félag leiðsögumanna á Norðurlöndum): Stjórnin leggur til að þeir félagsmenn sem þess óska velji að gerast aðili að I.G.C. Hver og einn félagsmaður, sem þess óskar, tilkynnir skrifstofu skriflega (í tölvupósti um aðild sína og greiðir síðan sjálfur félagsgjald sitt í I.G.C. til Félags leiðsögumanna. Skrifstofan sér um að ganga frá heildargreiðslunni fyrir þessa félagsmenn til I.G.C. Eftir sem áður greiðir FL fast árgjald I.G.C., fyrir félagið, til samtakanna.

c) Reglugerð sjúkrasjóðs 9. gr. 9.4 hljóði þannig: Einungis þeir sem greitt hefur verið fyrir 1.5% iðgjöld af launum til sjóðsins í a.m.k. 6 mánuði á síðast liðnum 18 mánuðum. 12. gr. 12.8. gr. hljóði þannig: a) Í lok greinarinnar bætist við: Greiðslur þessar skulu miðast við hlutfall greiðslna vegna sjóðsfélaga í sjóðinn síðustu 18 mánuði.

b) Vegna sjúkraþjálfunar, hnykkmeðferðar, nálastungumeðferðar og sjúkranudds, skv. læknisvottorði, er heimilt að greiða allt að helmingi kostnaðar sjóðsfélaga, þó aldrei meira en 40.000 kr. á ári. Greiðslur þessar skulu miðast við hlutfall greiðslna vegna sjóðsfélaga í sjóðinn síðustu 18 mánuði.

Grein e) bætist við: Vegna sálfræðimeðferðar er heimilt að greiða allt að helmingi kostnaðar sjóðsfélaga, þó aldrei meira en 40.000 kr. á ári. Greiðslur þessar skulu miðast við hlutfall greiðslna vegna sjóðsfélaga í sjóðinn síðustu 18 mánuði.

d) Lagabreyting Stjórn leggur fram eftirfarandi breytingar á neðangreindum lögum FL: 18. gr. Kjaranefnd Innan félagsins starfar kjaranefnd skipuð fimm félagsmönnum, þar af þremur með aukna aðild og tveimur með a.m.k. stéttarfélagsaðild.

21. gr. Skólanefnd Innan félagsins starfar skólanefnd skipuð fimm félagsmönnum með fagfsélagaðild. 20. gr. Fræðslunefnd Innan félagsins starfar fræðslunefnd skipuð fimm félagsmönnum með fagfsélagaðild.

2. Bréf vegna ábendingar um ,,ókeypis“ gönguferðir Farið yfir drög að bréfi til aðila sem bjóða ,,ókeypis“ gönguferðir með erlenda ferðamenn; citiwalk.is og síðan Free walking tours. Ábendingum stjórnarmanna bætt við bréfið, sem sent verður um hæl til viðkomandi.

3. Sjúkrasjóður - umsóknir a) Sótt um vegna sjúkranudds og hitameðferðar. Hafnað þar sem reglur sjúkrasjóðs leyfa ekki greiðslur vegna slíkrar meðferðar. b) Samþykkt sjúkradagpeningagreiðsla vegna sama aðilia sem var til umfjöllunar á síðasta stjórnarfundi.

4. Nefndir FL Hafa þarf samband við nefndir og ráð FL - ritnefnd, kjaranefnd, skólanefnd, skoðunarnefnd reikninga, trúnaðarráð - til að kanna hverjir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í nefndum.
5. Vinna að löggildingarmálum Vilborg mun senda Ásmundi Friðrikssyni fyrirspurn um mál leiðsögumanna sem hann ætlar að leggja fram.
Fundi slitið kl. 21:00.