Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna 9. janúar 2014

Mætt: Örvar, Vilborg Anna, Þorsteinn, Bryndís, Kári og Júlía. Ásamt samninganefnd: Elísabet, Jens og Berglind. Einnig Tryggvi Jakobsson, sem beðinn hefur verið að taka að sér fundarstjórn á morgun.

1. Undirbúningur fyrir félagsfund 10. janúar á Restaurant Reykjavík kl. 20. Aðalmálefnið er kynning á nýundirrituðum kjarasamningi ASÍ og SA (21.12.13). Einnig á rafrænni atkvæðagreiðslu, sem framundan er, þar sem félagsmönnum gefst kostur á að greiða atkvæði sitt um samþykkt eða höfnun samningsins. Farið var yfir ferlið við samningsgerðina fram að undirritun, eins og gert verður á fundinum á morgun. Ef við samþykkjum samninginn þá má segja að það sé ákveðið ,,vopnahlé“ á árinu. Ef ekki, þá verða engar hækkanir á samningnum sem fyrir er, þar til búið er að gera nýjan samning. Formaður kjörstjórnar, Berglind Steinsdóttir, mun hafa framsögu um málið. Skrifstofan beðin að prenta út 3 eintök af samningnum fyrir hvert borð. Einnig að ítreka fundarboðið á morgun.

2. Kjörstjórn var á fundi fyrr í dag til að vinna að undirbúningi rafrænnar atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn Stjórn FL hafði ákveðið að fara rafrænu leiðina, eftir að hafa leitað tilboða hjá prentsmiðjum og fyrirtæki sem sér um rafræna atkvæðagreiðslu og kom sú síðastnefnda hagkvæmust út. Einnig er þess vænst að þessi fljótlega leið muni skila meiri þátttöku. Framkvæmd þeirra mun vera í höndum fyrirtækisins Outcome.is. Leitað var tilboða hjá þremur fyrirtækjum og þeirra tilboð var hagkvæmast. Kjörstjórn útbjó bréf fyrir Outcome sem fylgja mun atkvæðaseðlinum og fór yfir hagnýt atriði sem þurfa að vera á hreinu fyrir atkvæðagreiðsluna. Mesta vinnan verður hjá skrifstofunni að samkeyra lista yfir þá sem hafa atkvæðisrétt, þar sem fram koma netföng allra og heimilisföng. Þeir sem ekki eru með netfang munu kjósa í gegnum vefsíðuna og geta fengið við það aðstoð hjá skrifstofunni.

Aðrir en stjórnarmenn hurfu af fundi.

3. Umsóknir úr sjúkrasjóði Annars vegar vegna heilsueflingar og samþykkt að veita styrk skv. reglum . Hins vegar vegna meðferðar hjá kírópraktor; hafnað vegna þess að reglur um úthlutun úr sjóðnum leyfa ekki greiðslu vegna slíkrar meðferðar.

Fundi slitið kl. 18:20.

Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir