Stjórnarfundur FL 3. nóvember 2014

Mætt: Örvar, Marion, Vilborg Anna, Steinar, Bryndís, Kári.
1. Óformleg fyrirspurn frá VR Formaður upplýsti að hann hefði fengið óformlega fyrirspurn um ,,þreifingar“ FL um aðild að VR. Stjórninni er ekki kunnugt um neinar slíkar ,,þreifingar“ á þessari stundu.

2. Sjúkrasjóður Sótt um í sjóðinn vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar. Samþykkt að greiða 18.000 kr. skv. reglum sjóðsins.

3. Könnun á menntun félagsmanna EHÍ gerði könnun fyrir FL, væntanlega árið 2008, þar sem spurt var um bakgrunn, menntun og áhuga félagsmanna á námskeiðum. Núna er áhugi og þörf á að láta gera könnun til að fá ýmsar upplýsingar um félagsmenn. Skoða þarf spurningarnar frá fyrri könnun EHÍ m.t.t. til nýju könnunarinnar. Vilborg hefur samband við Hrafnkel hjá Netvistun og fær upplýsingar um hvað þurfi til að bæta félagaskrána, sem og hvort hann mæli með einhverju sérstöku tölvuformi til að framkvæma kannanir. Örvar ræðir við Jóhönnu hjá EHÍ. Kári kannar með Maskínu, fyrirtæki sem hann hefur reynslu af. Einnig að kanna hjá Hólum með BA verkefni nemenda þar sem fjallað væri um starf leiðsögumanna.

4. Önnur mál a) Siðareglur Sett verður á laggirnar nefnd til að endurskoða siðareglur FL. Bryndís mun, í samvinnu við stjórn, sjá um að fá nefndarmenn til starfa.

b) Stefnumótun Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem á að annast stefnumörkun í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni hafa verið boðaðir á fund um málið nú í nóvember en FL hefur ekki fengið boð. FL er sannarlega hagsmunaaðili og formaður mun því hafa samband við framkvæmdastjóra SAF og óska eftir að fulltrúa FL verði boðið að mæta.

c) Safe Travel skjáir Skoðað verður með að vera með skilaboð frá Félagi leiðsögumanna á Safe Travel skjáunum. Jákvætt tekið í málið en væntanlegar eru upplýsingar frá Landsbjörgu um kostnað og önnurr hagnýt atriði sem málinu tengjast. Ákvörðun tekin á stjórnarfundi þegar þær hafa borist.

Fundi slitið kl. 20:38 Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir