Stjórnarfundur FL 3. apríl 2014

Stjórnarfundur FL 3. apríl 2014 kl. 18.

Mætt: Örvar, Júlía, Þorsteinn, Vilborg, Marion og Bryndís
1. Niðurstaða atkvæðagreiðslu
Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamning FL er lokið. Gögn frá Capacent með niðurstöðunum liggja frammi. Samkvæmt niðurstöðum eru samningarnir samþykktir með 65,45% greiddra atkvæða.

2. Áframhald vinnu kjaranefndar
Nú þarf sú vinna að fara í gang að endurskoða samninginn í smáatriðum og skila inn kröfugerð fyrir apríllok. Félagið hefur þegar unnið mikla kröfugerðarvinnu, í kjölfar Capacent vinnufundarins í haust, í viðbót þarf að skoða hvaða atriði í samningnum þarf að fá lagfæringu á. Auk kjaranefndar sitja kjaranefndarfundi þau Vilborg og Örvar sem fulltrúar stjórnar í nefndinni.

3. Vinnuaðstaða leiðsögumanna
Lagt fram svarbréf frá Vinnueftirlitinu, dags. 19.7.13, í tilefni af kvörtunum vegna vinnuaðstöðu leiðsögumanna í ferðum.
Elísabet Brandt mun ásamt Örvari og Þorsteini halda áfram að vinna í þessu máli.

4. Bréf frá Íslandsbanka um slitameðferð Íslandssjóða
Bankinn býðst til að kaupa hluti sem eru undir 100.000 kr. fyrir 10. apríl. Bankinn mun leggja inn 13.400 kr. á reikning FL. Samþykkt.

5. Sjúkrasjóður
Þrjár umsóknir afgreiddar.

6. Húsnæðismál
Félaginu stendur til boða húsnæði fyrir aðstöðu, þar sem bæði er lægri leiga en á núverandi stað og fundaraðstaða fyrir félagsfundi. Húsnæðið og málið verður skoðað nánar.

7. IGC ráðstefnan
Skráning á ráðstefnuna hefur aðeins tekið kipp. Undirbúningsnefndin er þó ennþá að bíða eftir styrkveitingu frá iðnaðarráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. Þau eru jafnframt að sækja um styrki á fleiri stöðum.
Kynningu á ráðstefnunni skortir til að almennir félagsmenn fái áhuga á að mæta. Fundi slitið kl. 19.
Bryndís Kristjánsdóttir