Stjórnarfundur FL 1. október 2014 kl. 19

Mætt: Örvar, Vilborg Anna, Þorsteinn, Júlía, Kári og Bryndís
1. Skyndihjálparnámskeið á Akureyri. Haft hefur verið samband við Hafstein, hjá Eyjafjarðdeild Rauða krossins, sem gefa mun okkur upplýsingar um verð og aðra hagnýt atriði.

2. Leiga á húsnæði Kannað hefur verið með leigu á nýju húsnæði fyrir félagið, helst með góðum fundarsal þar sem hægt er að hafa félagsfundi. Upplýsingar hafa borist frá tveimur aðilum og verður farið í næstu viku að skoða hjá báðum.

3. Bein aðildarfélög ASÍ Kári Jónasson mætti fyrir hönd FL á undirbúningsfund fyrir þing ASÍ í lok október, með þeim félögum sem eiga beina aðild að ASÍ, eins og FL er með. Á fundinum kom fram að þessi félög vilja hér eftir eiga fleiri fulltrúa í stjórnum og nefndum, bæði á vegum opinberra aðila og innan ASÍ heldur en hefur verið hingað til, svo rétta megi vægi þessara félaga. Félögin hafa komið þessu til skila til miðstjórnar ASÍ.

4. Umhverfisnefnd ASÍ Júlía Hannam er fulltrúi FL í umhverfisnefndinni og hefur mætt á fjóra fundi. Hún greindi stuttlega frá því sem rætt hefur verið á fundunum hingað til en verið er að vinna umhverfisstefnu ASÍ en engin slík er til. Drög að stefnunni verður sent til miðstjórnar ASÍ mjög fljótlega. Júlía nefndi að skipa þyrfti varamann sinn.

5. Nefndarfundur 4. október Nefndir félagsins hafa verið boðaðar á fund á skrifstofunni, þar sem farið verður yfir starf nefndanna hingað til og framundan í vetur.

6. Félagsfundur 21. október kl. 19 Haldinn verður fundur þar sem í fyrsta hluta verður: 19-20:30. Vinnufundur Þar sem hópurinn skiptir með sér verkum að yfirfara kjarasamninginn. Ábendingar hópsins fara til kjaranefndar. 21-21:45. Jarðfræðingur segir frá gosstöðvunum í Holuhrauni. 21:45-22:30. Víðir Reynisson frá Almannavörnum fjallar um öryggismál á gossvæðum. Finna þarf ,,hópstjóra“.

7. Ársþing ASÍ 22. – 24. október Formaður mætir, einnig mun Júlía fara og verður því varamaður FL.

Fundi slitið kl. 20:20 Bryndís Kristjánsdóttir