Stjórnarfundur 27.1.2014

Mætt: Kári, Júlía, Örvar, Vilborg, Bryndís

1. Sjúkrasjóður Lagðar fyrir 2 umsóknir um fyrirbyggjandi líkamsrækt. Samþykktur styrkur skv. reglum, þ.e. 26.204 kr. fyrir árið. Lögð fyrir umsókn vegna krabbameinsleitar. Samþykkt að greiða komugjald kr. 6.300 Lögð fyrir umsókn vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt greiðsla kr. 40.000. Lögð fyrir umsókn vegna meðferðar hjá kírópraktor. Samþykkt skv. reglugerð sjóðsins (12.8 D), kr. 26.200. Lögð fram umsókn um sjúkradagpeninga vegna sjúkrahúsinnlagnar. Samþykkt greiðsla kr. 123.288.

2. Afslættir leiðsögumanna Erindi barst erindi frá leiðsögumanni um að gangast í það að félagsmenn, með gild félagsskírteini, um að þeir fái ókeypis aðgang að opinberum söfnum landsins. Skrifstofu og formanni falið að gangast í málið sem allra fyrst.

3. Aðalfundur Félags leiðsögumanna Ákveðið hefur verið að halda aðalfund 19. febrúar n.k. Helgi Jón Davíðsson gefur ekki kost á sér áfram. Kári Jónasson var kosinn til 1 árs á aðalfundi 2013. Kjósa þarf í ýmsar nefndir og ráð; tekin verður saman skrá yfir þá sem þarf að kjósa fyrir stjórn að fara yfir.

4. Stefna FL Stjórn félagsins telur að móta þurfi stefnu fyrir félagið og mun hefja undirbúningsvinnu fyrir það eftir aðalfund. Hver og einn stjórnarmeðlimur mun skoða stefnu sambærilegra félaga og draga fram þar atriði sem hægt væri að nýta sér í undirbúningsvinnunni. Undirbúningsfundur verður haldinn fljótlega eftir aðalfund. Stefnt að vinnufundi með félagsmönnum um málið í september.

5. Kjaramál Formaður og varaformaður voru á fundi hjá ASÍ í morgun. Spurt var um næstu skref, sem er að biðja um sáttafund. Kjaranefnd er á fundi á morgun og mun í kjölfarið vinna að næstu skrefum. Kröfugerð félagsins liggur fyrir en hana þarf hugsanlega að endurskoða.

6. Samstarfsnefnd SAF og FL Formaður og varaformaður mættu á samstarfnefndarfund í morgun. Á dagskrá var erindi frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum um a) skilgreining á ökuleiðsögn, b) álagsgreiðslur á stórhátíðisdögum. Málið verður borið undir lögfræðinga ASÍ en annar fundur um málið er n.k. fimmtudag. Skrifstofan er beðin að senda erindi til Íslenskra fjallaleiðsögumann á morgun og óska eftir skrá yfir þá starfsmenn sem eru félagar í fagfélagi FL og þá sem eru í stéttarfélaginu. Skráin þarf að berast fyrir fundinn á fimmtudag.

7. Náttúrupassinn Þorsteinn McKinstry er fulltrúi stjórnar í opinberri nefnd um ,,náttúrupassa“. Hann hefur tekið saman nokkur atriði um sýn á málið og stjórnarmenn hafa fengið skjalið afhent. Nefndin hefur ekki tekið málið til formlegrar umfjöllunar en Þorsteinn mun fara fram á að það verði gert á næsta fundi.

Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir