Stjórnarfundur 20. október 2014

Mætt: Örvar, Júlía, Bryndís. Kjaranefnd: Elísabet Brand, Jens Ruminy, Snorri Ingason.
1. Bakgrunnsupplýsingar um félagsmenn Ákveðið að taka boði EHÍ um að vera með spurningar í næsta spurningalista sem þeir senda út. Félagsmenn væru beðnir að svara: a) hvaða menntun þeir séu með, fyrir utan leiðsögumannsréttindin, b) hvert sé starfshlutfall hans sem leiðsögumanns (10%, 25% o.s.frv.), c) hvort félagsmaður sé að greiða félagsgjöld til FL eða til annars stéttarfélags. Hugsanlega værum við með fleiri spurningar. Skrifstofan er beðin að hafa samband við EHÍ til að kanna hvenær næsti spurningavagn þeirra fer af stað.

2. Bréf frá SAF Lagt fram svar frá SAF við bréfi FL þar sem óskað er skilgreiningar formannsins á launatöflu félagsins í framhaldi af viðtali við formanninn í Viðskiptablaði MBL, þar sem hann segir að stéttin sé almennt vel launuð. BK lagði til að hvoru tveggja væri sett á vefsíðu FL og Facebook síðuna.

3. Félagsfundurinn 21. október, 2014 Rætt um hagnýt atriði vegna fundarins. Stjórnandi hópavinnunnar, Snorri, útskýrir hvernig vinnan á að fara fram. Fundarmönnum verður skipt á 5 borð. Borðin verða númeruð og hver einn fær miða með sínu borðnúmeri. Hver og einn hópur fer yfir ákveðinn kafla kjarasamningsins. Hópur 1: Fyrsti og níundi kafli Hópur 2: Annar og áttundi kafli Hópur 3: Þriðji, sjötti og sjöundi kafli Hópur 4: Fjórði, fimm, tíu, ellefu, tólf og þrettán kafli Hópur 5: Bókanir Hópurinn velur sér hópstjóra og ritara sem skráir það sem hópurinn kemur sér saman um að koma eigi frá honum. Borðin kynna niðurstöðu sína stuttlega (5 mín. Max). Stjórnandi hópavinnunnar (Snorri) gefur fundarmönnum tækifæri til að bæta við það sem hóparnir hafa komið sér saman um, þ.e. að skila því til hans skriflega án umræðu. Kjaranefnd fær síðan afrakstur fundarins í sínar hendur til að nýta í kjarasamningsvinnunni.

Skrifstofan beðin að taka saman fundargögn, s.s. pappír, penna, borðnúmeramiða, borðfána og annað sem þarf. Stjórn og kjaranefnd, ásamt skrifstofumanni ef vill, mæta kl. 18.

4. Kjaranefndin Kjaranefnd þarf síðan að fara alveg á fullt í kjarasamningavinnunni. Rætt um að fá fleiri til að koma til starfa í nefndinni sem og að kaupa þá aðstoð sem hugsanlega er þörf fyrir.
Fundi slitið kl. 19:00
Fundarrritari: Bryndís Kristjánsdóttir