Stjórnarfundur 20.5.2014

Mætt: Örvar, Júlía, Bryndís, Vilborg Anna, Marion.
1. Sjúkrasjóður Umsókn vegna augnaðgerðar. Samþykkt fullur sjúkrastyrkur. Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt Sótt um sjúkradagpeninga vegna fótbrots. Samþykkt Sótt um vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar, samþykkt.
2. Fundur með Ferðamálstofu Óskað verður eftir fundi vegna löggildingarmála 5. eða 6. júní.
3. Fundur með SAF Óskað er eftir fundi með stjórnendum SAF, á sömu dögum, vegna gæða- og löggildingamála.
4. Skrifstofa - sumarlokun Sumarfrí starfsmanns; 12. og 13. júní, sem og 21. júlí – 5. ágúst. Skrifstofan verður lokuð en reynt að manna síma eins og hægt er.
5. Útskrift Leiðsöguskóla Íslands 22. maí kl. 16, í Digraneskirkju. Fulltrúi stjórnar mætir. Formaður mætti á útskrift leiðsögumanna á Akureyri fyrir skömmu.
Bréf til safna Skrifstofan er beðin um að senda öllum söfnum bréf um leiðsögumenn fái gjaldfrjálsan aðgang að söfnum (staðlað bréf var sent í vetur).
Fundi slitið kl. 18:30.
Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir