Stjórnarfundur 15.12. 2014

Stjórnarfundur 15.12.14
Mætt: Þorsteinn, Vilborg, Kári, Örvar, Júlía, Marion, Bryndís.
1. Umsóknir í sjúkrasjóð
a) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 4.200 skv. reglum sjóðsins.
b) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar í kjölfar slyss í vinnu. Samþykkt kr. 25.520 skv. reglum sjóðsins.
c) Sótt um vegna fyrirbyggjandi líkamsræktar, hefur áður fengið og fær því nú 15.640 kr.,þ.e. það sem eftir er til að ná fullum styrki í þessum flokki, skv. reglum sjóðsins sjúkraþjálfunar. Samþykkt kr. 15.396, skv. reglum sjóðsins.
e) Sótt um vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt kr. 8.868 skv. reglum sjóðsins.
f) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt kr. 5.388, skv. reglum sjóðsins.
g) Sótt um vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt kr. 29.570, skv. reglum sjóðsins.

2. Skjár Landsbjörg
Erindi hefur borist um að félagið styrki upplýsingaskjá Landsbjargar, sem væri á ákveðnum stað á landinu, og væri kostnaðurinn kr. 180.000. Á skjánum myndi birtast merki félagsins og texti um að félagið væri að styrkja viðkomandi skjá. Um er að ræða þarft og gott málefni en skrifstofunni er falið að afla nánari upplýsinga, s.s. um staðsetningu, hversu lengi samkomulagið yrði í gildi, ef af yrði, hversu áberandi er birting skilaboða frá félaginu o.fl.

3. Skrifstofan verður lokuð 22. des. – 5. jan.

4. Kjaranefnd
Kjaranefnd hefur unnið mjög mikið og vinnutímar hennar hafa verið skráðir. Rétt þykir að nýta heimildina um að greiða megi fyrir mikla vinnu í þágu félagsins og greiða kjaranefndarmönnum fyrir fundarsetu. Samþykkt að greiða 3.750 kr. fyrir hvern fund sem viðkomandi mætir á.

5. Bréf frá leiðsögumanni
Ábending frá félagsmanni um að ekki sé greitt skv. kjarasamningi þegar unnið er hjá fyrirtækinu Eskimos Iceland. Áður hefur borist ábending um þetta sama.

Fundi slitið kl. 18:30.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttirs