Stjórnarfundur 13.2.2014

Mætt: Kári, Júlía, Vilborg, Þorsteinn, Bryndís.

1. Sjúkrasjóður Skoða þarf sjóðinn og bera saman við aðrar stéttir til að kanna hvort við þurfum ekki að bæta þar einhverju við, taka eitthvað út, t.d. hvað er greitt af TR og hvað ekki, o.s.frv. þannig að sjóðurinn þjóni félagsmönnum eins vel og hann hefur möguleika á. Þar til slík úttekt hefur farið fram er ekki gert ráð fyrir að breyta lögum og reglugerðum sjóðsins.

2. FEG Á aðalfundi verður borin upp tillaga um að breyta aðild að FEG yfir í aukaaðild, þ.e. sú aðild gefur okkur flest það sem félagið þarf og full aðild hefur ekki nýst félaginu.

3. Stjórnarmenn Á aðalfundi þarf að kjósa um 2 menn í stjórn. Framboð hafa borist.

4. Kjaranefnd Væntanlega gefur aðalmaður ekki kost á sér áfram og varamaður fer þá upp. Kjósa þarf nýjan varamann.

5. Félagsgjöld Lagt verður til á aðalfundi að allir starfandi leiðsögumenn greiði fagfélagsgjald.

6. Lög um atkvæðagreiðslu kjarasamninga Engin breytingatillaga kom frá félagsmönnum fyrir tilskilin frest og því verður engin breyting þar á, á þessum aðalfundi.

7. Fundarstjóri aðalfundar Rætt verður við Tryggva Jakobsson um að vera fundarstjóri.

8. Laun formanns Á síðasta aðalfundi var samþykkt að hækka árslaun formanns. Þetta láðist að bóka í aðalfundargerð og því verður málið tekið upp á næsta aðalfundi. Flutningsmaður tillögu verður beðinn að endurflytja hana.

9. Nefndir a) Fræðslunefnd. Kjósa þarf nýja fræðslunefnd. b) Skólanefnd. Allir nefndarmenn gefa kost á sér áfram. c) Ritnefnd. Kjósa þarf einn í ritnefnd.

10. Vefsíða Skrifstofa er beðin að útbúa staðlað eyðublað fyrir félagsmenn til að setja upplýsingar á svo bæta megi Skrána yfir fagmenntaða leiðsögumenn. Það sem þarf að vera er: nafn, netfang, símanúmer, útskriftarár í leiðsögumannsnáminu, bakgrunnur, þ.e. önnur menntun, reynsla sem tengist eða nýtist í starfinu – og annað sem skrifstofa telur að ætti að vera á eyðublaðinu. Skrifstofan sendir eyðublaðið til stjórnar sem gefur samþykk og síðan er blaðið sent út og leiðsögumenn beðnir að senda svör fyrir lok febrúar.

11. Alþjóðadagur leiðsögumanna 21. febrúar Grein mun birtast í Fréttablaðinu um mikilvægi starfsins og leiðsögumenn eru beðnir að minnast á daginn í ferðum sínum.

12. Sjúkrasjóður Umsókn barst um sjúkradagpeninga vegna alvarlegra veikinda maka. Skv. 12.3 gr. heimilar sjóðurinn greiðslu. Umsókn barst um greiðslu vegna endurhæfingar á heilsuhæli NLFÍ, samkvæmt 12.8 gr. heimilar sjóðurinn slíkt.
Umsókn um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt.

13. Fjárhagsbókhald félagsins Gjaldkeri upplýsti um stöðu bókhaldsgagna svo leggja megi þau fram á aðalfundi. Allt er á góðu róli og verður tilbúið á réttum tíma fyrir endurskoðendur félagsins.

Fundi slitið kl. 19:20 Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir