Stjórnarfundur 12. mars 2014

Stjórnarfundur 12. mars 2014, kl. 19:30 Mætt: Þorsteinn, Örvar, Bryndís, Júlía, Kári. Vilborg boðaði forföll.

1. Sjúkrasjóður Fimm umsóknir í sjúkrasjóð. Fjórar voru afgreiddar. 2. Frá skrifstofu Tölva félagsins er orðin of gömul til að hún nýtist eins og þarf fyrir þau störf sem sinna þarf á skrifstofunni. Samþykkt að endurnýja tölvukostinn, núverandi fartölva mun nýtast áfram í minniháttar vinnslu.
3. Félagsfundur Fundurinn haldinn á Restaurant Reykjavík, 13. mars kl. 20. Búið er að fá fundarstjóra. Dagskrá: - Fulltrúi atvinnu- og iðnaðarráðuneytisins, Valgerður Rún, fjallar um útfærslu á ,,náttúrupassa“. - Jónas Guðmundsson, Landsbjörgu, fjallar um aðkomu leiðsögumanna að öryggismálum. - Fulltrúi frá Alvíb fjallar um lífeyrissjóðsmál leiðsögumanna.
4. Löggildingarmál Félagið hefur leitað til ráðuneytisins og Ferðamálastofu um að koma á félagsfund til að gera grein fyrir stöðu mála sem snerta löggildingu starfs leiðsögumanna. Ekki var hægt að fá fulltrúa á fund nú í mars en lögð áhersla á að fá þá á næsta fund. 5. Kjaranefnd Pétur Jónsson hefur sagt sig úr kjaranefnd. Í hans stað hefur Snorri Ingason komið í nefndina. Félagið er ekki enn búið að semja en kjaranefnd fundar á morgun og mun væntanlega óska eftir fundi með SA í næstu viku.

6. Önnur mál a) Formaður fer á fund hagsmunaðila innan skamms um leiðsögn og akstur með ferðamenn í fólksbílum, að þeirra ósk. b) Norræna leiðsögumannaráðstefnan. Kári fræddi um stöðu mála í undirbúningsnefndinni og hverjir hefðu þegar gefið loforð um að veita fjárstyrk. Undirbúningsnefndin mun leita til Menntunarsjóðsins um styrk, sem ætti að vera hægt að veita skv. reglugerð sjóðsins. c) Fræðslunefnd er með á prjónunum vorferð 12. apríl n.k. Nefndin mun óska eftir styrk frá félaginu á móti kostnaði.
Fundi slitið kl. 21. Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir