Félagsfundur 13.3.2014

Félagsfundur Félags leiðsögumanna 13. Mars 2014 kl. 20.

Formaður félagsins setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann lagði til að Ása Björk Snorradóttir yrði fundarstjóri og var það samþykkt. Einnig að Bryndís Kristjánsdóttir yrði ritari og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. ,,Náttúrupassi” Valgerður Rún Benediktsdóttir, skrifstofustjóri yfir viðskipta – og ferðaþjónustusviði, hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, kynnti ,,náttúrupassamálið”, þ.e. þá vinnu sem nefnd um málið hefur unnið og kynnt hefur verið að undanförnu.

Spurningar bárust úr sal, s.s. hvað væri náttúra, hvernig ,,passinn” eigi að líta út, hvers vegna ekki farið nánar í hinar 3 leiðarnar. Svar: ríkisstjórnin ákvað að hafa þetta svona. Óskað eftir frekari útlistun á því sem ætti að renna í öryggismál. Svar: lítill hluti sjóðsins á að renna til Landsbjargar. Tímabilið sem passinn á að gilda fyrir t.d. 4 dagar v.s. 1 mánuð, frekari útfærslu á gistináttagjaldinu. Óánægja með það að einkaaðilar geti tekið gjöld og ekki víst að þau fari í uppbyggingu á stöðunum. Ítrekuð óánægja með að aðeins þessi eina leið, náttúrupassinn, væri skoðuð ofan í kjölinn. Þorstein Mckinstry tók við að svara þegar Valgerður þurfti að hverfa af fundi. Því var beint til fulltrúa FL í nefndinni að hann skoðaði og útfærði hugmynd eitt. Þorsteinn hvatti fundarmenn til að kynna sér þær hugmyndir sem hann, sem fulltrúi FL, hefði lagt fram. Þær hafa legið frammi á vefsíðu félagsins um nokkurt skeið. Spurt var um eftirlit með því að fólk greiddi fyrir náttúrupassanum. Svar: að lögreglan verði með ,,stikkprufueftirlit” þar sem sektir verða mjög háar. Senda má hugmyndir á info@touristguide.is sem berast muni til Þorsteins og hann reyna að vinna með áfram.

2. Öryggismál Jónas Guðmundsson frá Landsbjörgu, með erindi um öryggismál ferðamanna. Hann kynnti stuttlega vefsíðuna safetravel.is. Benti sérstaklega á rauða borðann efst á síðunni þar sem tilkynningar/ábendingar eru um sérstakar hættur á hverjum tíma. Nýtt verkefni: ,,Skjáupplýsingakerfi” sem snýst um að setja upp ca 40 skjái um fjölfarna staði um allt land þar sem fram koma upplýsingar um staðhætti á viðkomandi svæði. Reynisfjara: Samvinna margra um að bæta slysavarnir á staðnum. Formlegt samstarf?: Landsbjörg vill gjarnan komast í formlagt samstarf við leiðsögumenn, en þeir eru út um allt land og sjá hvar hætturnar eru hverju sinni. Að þeir myndu senda Landsbjörgu tilkynningu (hringja eða sms) um það sem þarf og LB kemur upplýsingunum áfram á sína upplýsingaskjái. Fundinum leist almennt vel á þessa samvinnu.

3. Lífeyrissjóður Brynja M. Kjærnested frá Almenna lífeyrissjóðnum, sem er sjóður FL, kynnti sjóðinn. Það sem aðgreinir þennan sjóð frá öðrum er hann fær alltaf 1/3 af lögbundnum iðgjöldum inn í séreignasjóð. Frumvarp í smíðum hjá Alþingi um viðbótarlífeyrissparnað sem nýta má til að greiða inn á höfuðstól húsnæðisláns, án þess að þurfa að greiða skatt af honum. Til að geta gert þetta þá þarf viðkomandi að vera einhvers staðar með samning um lífeyrnissparnað. Þetta mun gilda í 3 ár og Brynja mælir með því að allir nýti sér þetta á meðan hægt er. Ákvæði er um framlag atvinnurekenda vegna viðbótarlífeyrissparnað í öllum kjarasamningum.

Sjálfstætt starfandi þurfa að greiða 12% af reiknuðu endurgjaldi. Verðtryggðir bankareikningar eru góð ávöxtunarleið fyrir lífeyrissjóði.

Fólk þarf að skoða í hvaða ,,ævisafni” það er og láta þá breyta ef betri kostur býðst. Hægt er að skipta eins oft og hver vill en þar skiptir tímasetning máli hvað ávöxtun snertir. - Sjóðsfélagar geta komið ókeypis í stöðuviðtal hjá sjóðnum. Hringja á undan til að góður undirbúningur verði fyrir fundinn. Brynja hvetur eindregið til þess að þetta sé gert. - Aðeins sjóðsfélagar í stjórn sjóðsins og allir félagsmenn geta boðið sig fram. Sjóðurinn alfarið í eigu sjóðsfélaga. Mikil áhersla lögð á að veita upplýsingar. Tilnefnd til verðlauna í Evrópu. www.almenni.is
Lífslíkur hafa gríðarleg áhrif á lífeyrissjóði. Sjóðsfélagar eiga kost á að fá lán hjá sjóðnum. Á vefnum þeirra er með Íslykli hægt að sjá réttindi sín hjá öllum lífeyrissjóðum.

Fundarstjóri sleit fundi 22:30. Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir