Stjórnarfundur 28. desember 2013.

Mætt: Örvar, Þorsteinn, Vilborg Anna, Kári, Júlía, Bryndís. Einnig Berglind Steinsdóttir, formaður kjaranefndar. 1. Útsending vegna kosninga um nýundirritaðra kjarasamninga a) Skrifstofan hefur leitað tilboða í prentun og hjá póstinum um sendinguna. b) Skrifstofan hefur farið yfir hverjir hafa kosningarétt skv. lögum og listinn liggur fyrir. c) Pakkning á kjörgögnum þarf að vera skv. ströngum kröfum, sem koma fram á vefsíðu ASÍ. Góðar leiðbeiningar þurfa að fylgja með til kjósenda. d) Kjörgögn þurfa að hafa borist til okkar fyrir 21. janúar 2014, því 22. janúar þurfum við að gera grein fyrir niðurstöðu kosninganna og stjórnin þarf tíma til að telja. Kjósendur fá 14 daga skv. lögum til að kjósa og skila gögnum, þannig að gögnin þurfa að fara í póst 6. janúar í síðasta lagi. Stjórnarmenn gætu þurft að aðstoða við útsendingarvinnuna.

2. Kjörstjórn Bryndís, Kári og Þorsteinn.

3. Félagsfundur um kjarasamningana Þar verður farið yfir það sem þessi kjarasamningur gerir fyrir félagsmenn, hvað hann gerir ekki og ef ekki samþykktur þá hvað þurfi að gera. Sem og hvað gerist ef forsendur samningsins bresta. Svör þar um þarf að fá frá ASÍ. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. janúar kl. 20 á Restaurant Reykjavík. Skrifstofan beðin að ganga frá salarleigunni og fundarboð þarf að senda út sem fyrst. Í fundarboði fá félagsmenn tengil í samningana á vefsíðu FL og í grein eftir Guðmund Ragnarsson, formann VM, og verða hvattir til að kynna sér þetta efni vel FYRIR FUND. Helst eingöngu leyfðar skriflegar spurningar á fundinum, til að hann verði sem markvissastur. Einnig þarf félagið að lyfta upp lögunum um lausráðna starfsmenn en þar hafa félgsmenn ákveðinn rétt, sem þeir þurfa að verða meðvitaðir um – sem og vinnuveitendur leiðsögumannanna. Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir