Stjórnarfundur Félags leiðsögumanna 21. mars 2013, haldinn á skrifstofu félagsins

Mætt: Örvar, Júlía, Vilborg Anna, Kári, Bryndís, Þorsteinn. Helgi er að vinna úti á landi.

1.      Stjórn skiptir með sér verkum
Til eins árs tekur Vilborg að sér að vera varaformaður, Bryndís ritari og Júlía gjaldkeri. Á næsta fundi mun stjórnin leggja helstu línur vegna starfsins á þessu starfsári.

2.      Sjúkrasjóður
Þrjár umsóknir bárust og voru afgreiddar jákvætt, en formaður fær skrifstofuna til að reikna út upphæð vegna einnar þeirrar áður en hún er afgreidd.

3.      Bréf frá Ferðamálastofu
Svara þarf spurningum frá Ferðamálastofu sem snerta löggildingarmál fyrir 1. apríl. 
Lagt til að fá einn úr skólanefnd, einn úr löggildinganefnd, einn úr stjórn og einn úr kjaranefnd til þess að vinna svörin. Síðan að fá lögfræðilega yfirferð yfir svörin áður en það er sent.

4.      IGC fulltrúi
Formaður fær leyfi stjórnar til að ræða við aðila sem yrði fulltrúi stjórnar FL hjá IGC.

5.      FEG árgjald
Gjaldkeri mun borga árgjald FEG á næstunni.
Þorsteinn McKinstry verður fulltrúi stjórnar í FEG.

6.      Kjaranefnd
Þorsteinn nefndi atriði sem þarf að skoða vegna orlofs á laun. Óskað verður eftir því að kjarnefnd skoði hvort hægt sé að breyta ríkjandi fyrirkomulagi á orlofsgreiðslum áður en kemur til næstu breytinga á kjarasamningum.

7.      Skrifborðsstóll
Samþykkt að keyptur verði vandaður skrifborðsstóll til notkunar fyrir starfsmann.

8.      Skyndihjálparnámskeið
Fræðslunefnd beðin um að koma á góðu skyndihjálparnámskeiði í apríl.

9.      Nefndarfundur 27. apríl kl. 10-13
Haldinn verður fundur með öllum nefndum og boðið upp á súpu í hádeginu.

10.   ASÍ námskeið
ASÍ er með námskeið á næstunni í forystumálum. Formaður mun fara á slíkt námskeið.

Önnur mál
a) Faglærðir leiðsögumenn – skráin.
Mun meiri vinna er við að gera nýja skrá en gert hafði verið ráð fyrir. Stjórnarmenn, sem til þekkja, munu kanna hvort hægt sé að finna aðila til að vinna þetta.
b) Fatamál FL. Samningur við Cintamani. Vilborg Anna fór yfir innihald hans og fyrirkomulag við að panta og greiða fyrir fatnaðinn. Nefndarmenn samþykktu samninginn í aðalatriðum; ein athugasemd kom og verður tilit tekið til hennar. Vilborg mun skrifa undir samninginn fyrir hönd félagsins. Einnig mun hún útbúa pöntunareyðublað. Ná þarf að lágmarki 50 flíkum í eina pöntun. Einfaldast er að opna nýjan reikning félagsins fyrir allar greiðslur vegna fatamála.
c) Tryggingafræðileg athugun á sjúkrasjóði félagsins. Gjaldkeri afhenti innbundin eintök fyrir félagið til eignar. Hugsanlega væri látið reikna út kostnað vegna jarðarfarar fyrir næsta aðalfund, sem gæti kostað í kringum 50.000 kr.
d) Spurning barst um einkunnarorð félagsins; hvað þau þýddu og hvort ástæða væri til að breyta þeim. Í afmælisritinu kemur sagan fram.

Ritari Bryndís Kristjánsdóttir