Stjórnarfundur 5. september 2013 kl. 18.

Mætt: Örvar, Vilborg Anna, Þorsteinn, Bryndís. Júlía kom kl. 18:40.

1. Kjaranefnd.
Kjaranefnd mun nú með haustinu taka til starfa af fullum krafti en nefndin hefur óskað eftir því að félagsmenn komi ábendingum til nefndarinnar.
Stjórnin var sammála um að nauðsynlegt sé að bæði aðal- og varamenn kjaranefndar séu á öllum fundum nefndarinnar í því mikla starfi sem framundan er.

Lagðar fram tillögur frá Þorsteini McKinstry um máefni til umræðu hjá kjaranefnd. Tillögurnar verða sendar til kjaranefndar.
Bryndís kynnti einnig atriði frá félagsmönnum, sem eru að vinna úti í feltinu, sem taka þyrfti til skoðunar. Bætir þeim við í skjalið frá Þorsteini.

2. Félagsfundur.
Stefnt að því að vera með e.k. vinnufund (,,workshop”) um málefni sem brenna á félagsmönnum,ekki síst hvaða varðar komandi kjarasamningaviðræður. Fundurinn myndi enda á  haustfagnaði/uppskeruhátíð félagsins. Stefnt að því að halda fundinn 27. september og skrifstofu falið að athuga hvort Kaffi Reykjavík er laust þá. Stjórnin þarf að koma saman áður til undirbúnings fundinum.

3. Leiðsögunám

Skrifa þarf grein til birtingar um það nám sem verðandi leiðsögumönnum stendur til boða. Kalla þarf til fulltrúa skólanefndar við greinaskrifin.

 

4. Merki leiðsögumanna - skjöldurinn

Mjög margir skjaldanna með merki félagsmanna hafa reynst gallaðir – og er þar um alls konar galla að ræða. Nú þarf að setja í gang framleiðslu á fleiri skjöldum þar sem lagerinn er að verða búin. Þorsteinn sá um að panta skildina á sínum tíma og mun hann því hafa samband við framleiðsluaðilann. Vilborg Anna verður með honum í þessu ferli.

 

5. Stofnfélagi látinn

Ásta Sigurðardóttir, einn stofnfélaga Félags leiðsögumanna, er nýfallin frá. Jarðarförin verður frá Fríkirkjunni 9. september 2013.

6. Laun formanns.

Enn eru ógreidd laun til núverandi formanns vegna vinnu árið 2012. Skrifstofunni falið að ganga frá greiðslunni.  

 

7. Heimasíðan.

Alls konar vandamál hafa komið upp og Netvistun hefur ekki brugðist hratt og vel við að laga þau. Gagnagrunninum vegna leiðsögumannaskrárinnar hefur verið breytt án samráðs við skrifstofuna o.fl. Nauðsynlegt er að funda með Netvistunarmönnum um verklagið, þjónustusamning og fleira.

Fundi slitið kl. 20:10.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir