Stjórnarfundur 4. mars 2013, haldinn í Mörkinni kl. 19:15

Mætt: Örvar, Vilborg Anna, Júlía, Kári, Bryndís og Ásta.

Dagskrá:

1.      Framhaldsaðalfundur, málefni sem tekin verða upp:
Fundartími: 14.mars kl. 19 á Restaurant Reykjavík.
Sjúkrasjóður: Kári tók að sér að ræða við aðila hjá ASÍ um sjúkrasjóðinn, þ.á.m. aðallögfræðing þeirra, vegna tryggingaútreikninga fyrir sjóðinn. Taka þarf út slíka sjóði á nokkurra ára fresti. Á aðalfundinum kom fram ábending um að láta gera tryggingaútreikninga fyrir sjúkrasjóðinn. Það verður gert og valinn óháður aðili til þess; fengið verður tilboð í verkið og reynt að ljúka því fyrir framhaldsaðalfundinn. Júlía tekur þetta að sér.
Náist þetta ekki verða dregnar til baka breytingatillögur stjórnar við reglugerðina fyrir sjúkrasjóðinn.
Dagskrárliðir aðalfundar sem eftir standa:
- Lagabreytingar
- Tillögur frá fundarmönnum
- Stjórnarkjör
- Önnur mál

2.      Ályktun frá stjórn: í upphafi fundar verður lesin upp ályktun frá stjórn vegna ásakana og aðdróttana fyrrverandi formanns á aðalfundinum í garð ákveðinna stjórnarmanna. Kári gerir tillögu að ályktun og sendir til stjórnarmanna.

3.      Staðalvinna vegna menntunar leiðsögumanna: Örvar fer með Tryggva í skólanefndinni á fund Bjargar í menntamálaráðuneytinu til að fylgja eftir vinnu nefndarinnar að Evrópustaðalmálum fyrir menntun og störf leiðsögumanna.

4.      Vefsíðan: komið er að því að setja inn efni af gamla vefnum á þann nýja. Sá sem tók að sér að flytja efnið úr gagnagrunninum um fagmenntaða leiðsögumenn yfir í format fyrir nýja vefinn vill núna fá rúmlega 200 þúsund kr. fyrir verkið, sem stjórnarmenn telja alltof háa upphæð.
Reynt verður að semja við hann um lægri upphæð.

Fundi slitið kl. 21.
Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir