Stjórnarfundur 30.4.13 kl. 17.

Mætt: Þorsteinn, Vilborg, Örvar, Júlía, Kári, Bryndís.

 

1.      Umsóknir úr sjúkrasjóði. Fimm umsóknir lágu fyrir fundinum. Fjórar frá félagsmönnum sem allar voru samþykktar.
Ein að auki vegna úttektar á sjúkrasjóði að beiðni ASÍ, frá Tryggingastærðfræðistofu BG. Samþykkt og greitt samkvæmt reikningi.

2.      Umboð fyrir bankareikning. Beiðni um að veitt umboð sé vegna nýs reiknings í Arionbanka, sem er sérstaklega ætlaður fyrir merktan fatnað fyrir leiðsögumenn. Samþykkt að veita Ástu og Júlíu umboð.

3.      Ferðafélagið Vegvísir er að setja upp ,,skilti“ við húsið og spyr hvort FL vilji vera með. Kostnaður er 45.000 kr. Samþykkt.

4.      Umboðsmannafundur hjá N1.  Óskað verður eftir nánari upplýsingum og í kjölfarið ákveðið hver fer á fundinn.

5.      Lagabreytingar frá framhaldsaðalfundi.
Annars vegar farið yfir vafaatriði í fundargerð, v. liðar 12.4, og samþykkt að skáletraða lagabreyting sé sú sem stendur.

Aðalfundur fól stjórn að sameina tvær lagabreytingatillögu sem komu fram um notkun á merki félagsins. Stjórn samþykkti að greinin myndi vera svohljóðandi í lögunum:

Merki (logo) félagsins, í hvaða mynd sem er, er eign þess. Einungis félagar með fagfélagsaðild hafa heimild til að bera það. Hvorki er leyfilegt að endurrita félagsmerkið til annarra nota, né sauma það í fatnað eða höfuðföt, án skriflegs leyfis stjórnarinnar.
Fyrirtæki sem eingöngu eru með fullgilda, fagmenntaða leiðsögumenn, með staðfesta fagfélagsaðild í FL, í störfum sem snúa að leiðsögn geta sótt um leyfi stjórnar til að hafa félagsmerki FL í kynningargögnum sínum svo sem prentgripum (prentgögnum) og vefsíðum
í kynningu á viðkomandi nafngreindum leiðsögumanni enda sé það gert skv. reglum um notkun merkisins.
Veitt leyfi til notkunar á merkinu fellur samstundis úr gild sé ekki farið eftir ofangreindu á allan hátt og áskilur FL sér rétt til að krefjast þess að fyrirtækið hætti þegar í stað notkun á merki félagsins.”


6.      Vefsíða félagsins: nokkrir stjórnarmeðlimir fór á fund hjá Netvistun í síðustu viku til að læra betur á innsetningu efnis á síðuna.
Helgi Sævarsson tók að sér að færa leiðsögumannatalið úr Axis inn í Excel form. Örvar mun afhenda Netvistun skjalið í vikunni. Hann mun einnig spyrja um hversu mikið af efninu er hægt að flytja yfir rafrænt.  

7.      Ferðaklasinn. Kári kynnti sér nýtt samstarf ferðaþjónustuaðila, sem kynnt er í Ferðablaðinu. Aðilar þar innanborðs vilja fá félagið til samstarfs. Kári kom með þá tillögu að við fengjum fulltrúa frá þeim, t.d. Rósbjörgu Jónsdóttur verkefnisstjóra hjá Gekon Ltd. í kynningu á þessu á fundinum með nefndum á laugardaginn. Kári hefur samband og biður þau að koma kl. 11:30.

8.      Athygli á merki félagsins: samþykkt að vera með litla borðaauglýsingu í Icelandair flugblaðinu. Vilborg Anna og Bryndís munu gera tillögu að auglýsingu og sendir stjórn til samþykktar. Kári mun athuga með Wow blaðið með það sama í huga.

9.      Fatasamningur við Cintamani: Í ljós hefur komið að fyrirtækið er ekki að standa við sinn þátt, þ.e. ekki er til nóg af ákveðnum flíkum. Vilborg er að reyna að þrýsta á að þeir útvegi allar pantaðar flíkur. Vonandi þarf ekki að koma til riftunar á samningi.

Fundi slitið kl. 18:40. Bryndís Kristjánsdóttir