Stjórnarfundur 19. nóvember 2013

Stjórnarfundur 19. nóvember 2013 Mættir: Örvar Már, Helgi Jón, Þorsteinn, Kári og Vilborg

Efni: Umsóknir úr sjúkrasjóði og fleira.

1. Umsóknir í sjúkrasjóð afgreiddar skv. lögum félagsins. 2. Samþykkt að lengja opnunartíma skrifstofu. Frá og með n.k. áramótum verður skrifstofan opin frá kl. 12:00-15:00 alla virka daga. 3. Kári segir frá stöðu í kjaranefnd. Nefndin hefur fundað vel síðustu daga og er búin að vera á fundi með Halldóri Oddsyni hjá ASÍ þar sem farið var yfir kröfugerðina. Á morgun verður fyrsti fundur FL við Samtök atvinnulífsins þar sem kjaranefndin mun afhenda kröfur FL Halldór Oddson mun vera með á þessum fundi. 4. Þorsteinn fór á fyrsta fund með samráðshópi um náttúrupassa í gær, en hann tekur þar sæti fyrir hönd FL. Þorsteinn sendi sína tillögu á samráðshópinn og ráðuneytið og var þar með með fyrsta útspilið.