Stjórnarfundur 14. Maí 2013.

Mætt: Helgi, Þorsteinn, Vilborg, Örvar, Júlía, Kári, Bryndís.

Gestir: Ragnheiður Björnsdóttir og Ingibjörg Jósefsdóttir.

1.      Þing IGC 2014.
Samþykkt var á fundi IGC í færeyjum í vor að næsti ársfundur IGC yrði haldinn á Íslandi. Örvar leggur til að þeim Ragnheiði og Ingu verði falið að vera í undirbúningsnefnd fyrir ársþingið. Samþykkt.
Ragnheiður fór yfir þau atriði sem það felur í sér að halda slíkan fund en hún sá um undirbúning fyrir fundinn sem átti að halda hér vorið 2010. Sá fundur féll niður vegna gossins í Eyjafjallajökli. Auk almennra fundarstarfa, fyrirlestra, móttöku o.þ.h. er boðið upp skoðunarferðir fyrir og eftir fund. Það sem þarf að byrja á er að finna fundar- og gististað. Rætt hefur verið um Hótel Selfoss. Þær munu fara strax í það mál.
Ragnheiður sagði að þessi fundir færu alltof mikið í formlegheit og hún vill gjarnan leggja til að slíkt verði lagt af. Þess í stað verði fundurinn meira um fræðslu og eflingu norræns samstarfs.

2.      Sjúkrasjóður: Ein umsókn úr sjúkrasjóði samþykkt.

3.      Fjölmiðlaumræða: Umræður hafa verið um starf leiðsögumanna í fjölmiðlum; á sunnudag í Landanum og í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Við þyrftum að lyfta því upp að félagið hefur verið að benda á mörg þessara atriða í fjölda ára.

4.      Heimasíðan. Ekkert hefur verið að gerast í henni að undanförnu og ekki hefur náðst í Hrafnkel hjá Netvistun.

Ritari: Bryndís