Framhaldsaðalfundur Félags leiðsögumanna fimmtudaginn 14. mars kl. 19:00 á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.

Formaður setti fundinn og lagði til að Sigurður G. Tómasson yrði áfram fundarstjóri og var það samþykkt. Einnig að Bryndís Kristjánsdóttir yrði áfram ritari og var það samþykkt.
Fundarstjóri gekk því næst til dagskrár.

 

1.     Tillögur um lagabreytingar
Formaður gerði grein fyrir breytingatillögunum, sem eru skáletraðar, en þær og lög félagsins lágu frammi á fundinum auk þess sem félagsmenn höfðu fengið gögnin send innan tilskilins tíma fyrir aðalfund.

Lög Félags leiðsögumanna         lagabreytingar 2013

I. KAFLI.

3. gr. Aðild.

3.1. Fagfélagsaðild Fagfélagsaðild geta öðlast: Þeir sem hafa lokið leiðsögunámi frá skóla sem menntamálaráðuneytið viðurkennir

 

Breytist og hljóði svo:

3.1. Fagfélagsaðild Fagfélagsaðild geta öðlast:

Þeir sem hafa lokið leiðsögunámi frá skóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið viðurkennir og kennir samkvæmt gildandi námskrá ráðuneytisins.

 

3.4. Önnur skilyrði

Enginn getur orðið félagi í Félagi leiðsögumana, sem er skuldugur eða stendur á annan hátt í óbættum sökum við annað félag í ASÍ, eða hefur verið vikið úr sambandsfélagi, nema til komi leyfi stjórnar þess félags er hann var áður í.

 

Breytist og hljóði svo:
3.4. Önnur skilyrði

Enginn getur orðið félagi í Félagi leiðsögumanna, sem er skuldugur eða stendur á annan hátt í óbættum sökum við annað félag í ASÍ, eða hefur verið vikið úr sambandsfélagi, nema til komi leyfi stjórnar þess félags er hann var áður í.

 

4. gr. Iðgjald og árgjald.
4.1. Fagfélagsaðild

Þeir, sem telja sig eiga rétt á og óska eftir fagfélagsaðild að Félagi leiðsögumanna, skulu senda skriflega umsókn með pósti eða rafpósti. Í umsókn skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og aðrar upplýsingar sem máli skipta. Umsókn skal fylgja staðfesting leiðsöguprófs frá skóla, sem menntamálaráðuneytið viðurkennir.

 

Breytist og hljóði svo:

Þeir, sem telja sig eiga rétt á og óska eftir fagfélagsaðild að Félagi leiðsögumanna, skulu senda skriflega umsókn með pósti eða rafpósti. Í umsókn skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og aðrar upplýsingar sem máli skipta. Umsókn skal fylgja staðfesting leiðsöguprófs frá skóla, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið viðurkennir og kennir samkvæmt gildandi námskrá ráðuneytisins.

 

7. gr. Merki félagsins.

Merki (logo) félagsins, í hvaða mynd sem er, er eign þess. Einungis félagar með fagfélagsaðild hafa heimild til að bera það. Hvorki er leyfilegt að endurrita félagsmerkið til annarra nota, né sauma það í fatnað eða höfuðföt, án skriflegs leyfis stjórnarinnar.

 

Breytist og hljóði svo:

Merki (logo) félagsins, í hvaða mynd sem er, er eign þess. Einungis félagar með fagfélagsaðild hafa heimild til að bera það. Hvorki er leyfilegt að endurrita félagsmerkið til annarra nota, né sauma það í fatnað eða höfuðföt, án skriflegs leyfis stjórnarinnar.
Fyrirtæki sem eingöngu eru með fullgilda, fagmenntaða leiðsögumenn, með staðfesta fagfélagsaðild í FL, í störfum sem snúa að leiðsögn geta sótt um leyfi stjórnar til að hafa félagsmerki FL í kynningargögnum sínum svo sem prentgripum (prentgögnum) og vefsíðum enda sé það gert skv. reglum um notkun merkisins.

Veitt leyfi til notkunar á merkinu fellur samstundis úr gild sé ekki farið eftir ofangreindu á allan hátt og áskilur FL sér rétt til að krefjast þess að fyrirtækið hætti þegar í stað notkun á merki félagsins.

 

III. KAFLI. Stjórn, trúnaðarráð og nefndir.

13. gr. Hlutverk stjórnar.

Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda. Stjórnin boðar til félagsfunda og aðalfundar, hún ræður starfsmenn félagsins, ákveður laun þeirra og vinnuskilyrði. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á eignum og sjóðum félagsins sem og rekstri skrifstofu þess. Stjórn félagsins er skylt að fara að lögum félagsins og ályktunum meirihluta félagsmanna á löglega boðuðum félagsfundum. Samþykki félagsfundur ályktun, sem telst hafa víðtæk áhrif á starfsemi félagsins, er stjórn heimilt að vísa henni til allsherjaratkvæðagreiðslu innan mánaðar frá samþykkt hennar. Við undirbúning allsherjaratkvæðagreiðslu skal þess gætt, að greinargerðir flytjenda samþykktra ályktunartillagna verði birtar með kjörgögnum. Skylt er stjórn félagsins að stuðla að því að allt er varðar sögu þess sé sem best varðveitt. Láti félagsmaður af trúnaðarstörfum er hann gegnir fyrir félagið er honum skylt að skila af sér öllum gögnum er trúnaðarstörf hans varða. Stjórn Félags leiðsögumanna skal vinna að viðurkenningu leiðsögunáms á háskólastigi. Einingar háskólamenntunar skulu vera a.m.k. 60. Þessi grein fellur úr gildi, þegar þessu markmiði er ná og eigi síðar en árið 2011.

 

Breytist og hljóði svo:

Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda. Stjórnin boðar til félagsfunda og aðalfundar, hún ræður starfsmenn félagsins, ákveður laun þeirra og vinnuskilyrði. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á eignum og sjóðum félagsins sem og rekstri skrifstofu þess. Stjórn félagsins er skylt að fara að lögum félagsins og ályktunum meirihluta félagsmanna á löglega boðuðum félagsfundum. Samþykki félagsfundur ályktun, sem telst hafa víðtæk áhrif á starfsemi félagsins, er stjórn heimilt að vísa henni til allsherjaratkvæðagreiðslu innan mánaðar frá samþykkt hennar. Við undirbúning allsherjaratkvæðagreiðslu skal þess gætt, að greinargerðir flytjenda samþykktra ályktunartillagna verði birtar með kjörgögnum. Skylt er stjórn félagsins að stuðla að því að allt er varðar sögu þess sé sem best varðveitt. Láti félagsmaður af trúnaðarstörfum er hann gegnir fyrir félagið er honum skylt að skila af sér öllum gögnum er trúnaðarstörf hans varða.

 

14. gr. Formaður.

Formaður er framkvæmdastjóri félagsins. Formaður kallar saman stjórn. Formanni er skylt að kalla saman stjórn óski a.m.k. tveir stjórnarmenn eftir því. Formaður undirritar gerðabækur félagsins og gætir þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og því að lögum þess og samþykktum sé fylgt í öllum greinum. Varaformaður gegnir öllum störfum formanns í forföllum hans. Varastjórnarmenn taka sæti í stjórn í forföllum aðalmanna. Þeim er heimilt að sitja stjórnarfundi, þótt eigi séu forföll.

 

Breytist og hljóði svo:

Formaður er framkvæmdastjóri félagsins. Formaður kallar saman stjórn. Formanni er skylt að kalla saman stjórn óski a.m.k. tveir stjórnarmenn eftir því. Formaður undirritar gerðabækur félagsins og gætir þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og því að lögum þess og samþykktum sé fylgt í öllum greinum. Varaformaður gegnir öllum störfum formanns í forföllum hans.

 

28. gr . Endurskoðun.

Tveir félagskjörnir skoðunarmenn reikninga, sem kosnir eru á aðalfundi skulu yfirfara reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár og gera athugasemdir við þá. Endurskoðaðir reikninga félagsins og sjóða þess skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins í a.m.k. þrjá daga fyrir aðalfund.

 

Breytist og hljóði svo:

Tveir félagskjörnir skoðunarmenn reikninga, sem kosnir eru á aðalfundi skulu yfirfara reikninga

félagsins fyrir liðið reikningsár og gera athugasemdir við þá.

Auk athugunnar hinna félagskjörnu skoðunarmanna er stjórn skylt að láta löggildan endurskoðanda endurskoða reikninga og fjárreiður félagsins í lok hvers reikingsárs. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess skulu liggja frami á skrifstofu félagsins í a.m.k. í þrjá daga fyrir aðalfund.


Fundarstjóri óskaði eftir áliti fundarins á því hvort bera mætti upp allar lagabreytingatillögurnar í einu eða hverja fyrir sig. Niðurstaðan varð sú að eftirfarandi lagabreytingartillaga var borin upp sér en aðrar voru bornar upp saman.
 
Merki félagsins: Eftirfarandi breytingatillaga kom fram frá Bergljótu við lagabreytingartillögu stjórnar um notkun merkis félagsins (þ.e. setningin komi í stað millikafla tillögu stjórnarinnar ,, Fyrirtæki sem ... notkun merkisins.”):

Fyrirtæki sem eru með fullgilda, fagmenntaða leiðsögumenn, með staðfesta félagsaðild í FL, í störfum sem snúa að leiðsögn geta sótt um leyfi stjórnar til að hafa félagsmerki FL í kynningargögnum sínum svo sem prentgripum (prentgögnum) og vefsíðum í kynningu á viðkomandi nafngreindum leiðsögumanni.

 

Talsverð umræða varð um upphaflegu tillögu stjórnar og breytingartillöguna. En að þeim loknum bar fundarstjóri fyrst upp breytingartillöguna þar eð hún gekk lengra en tillaga stjórnar. Tillagan var samþykkt með 16 atkvæðum gegn þremur.
Eftir nokkra umræðu samþykkti aðalfundurinn að fela stjórn að sameina orðalag beggja tillagnanna, þar eð tillaga stjórnar gengur ekki gegn breytingatillögunni, og koma þeim saman í eina.

Fundarstjóri bar því næst upp aðrar lagabreytingatillögur saman og voru þær samþykktar samhljóða.

 
Reglugerð Endurmenntunarsjóðs Félags leiðsögumanna, breytingatillögur

2. grein. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og standa að endurmenntun félagsmanna í Félagi leiðsögumanna. Árlegum vaxtatekjum sjóðsins má verja til að greiða niður þátttöku félagsmanna í endurmenntunarnámskeiðum sem tengjast störfum leiðsögumanna með allt að 15.000 Ikr. á ári. Einnig má veita 100.000 Ikr. á ári til að greiða fyrir þátttöku félagsmanna á ráðstefnur sem haldnar eru á vegum IGC og FEG. Sjóðurinn getur veitt styrki til námskeiðahalds á vegum félasins og/eða samstarfsnámskeiða félasins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Einnig getur sjóðurinn veitt styrki til námskeiðahalds á vegum Leiðsöguskóla Íslands, Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands eða annarra námskeiða á vegum annarra samtaka leiðsögumanna (eins og t.d. Alþjóðasambands leiðsögumanna/Evrópusambands leiðsögumanna). Umsónum skal skilað til sjóðsins tvisvar á ári, þ.e. eigi síðar en 15. apríl og 15. nóvember. Greiðslukvittun fyrir umrætt námskeið skal fylgja umsókn í frumriti. Einungis þeir sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn eiga rétt á greiðslum úr honum.Stjórn sjóðsins tekur allar ákvarðanir um styrki úr sjóðnum, einnig ef sérstakar ástæður eða atvik koma upp, enda skal hún gera grein fyrir slíkum ákvörðunum á aðalfundi.

 

Breytist og hljóði svo:
2. grein.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja og standa að endurmenntun félagsmanna í Félagi leiðsögumanna. Einungis þeir sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn eiga rétt á greiðslum úr honum. Félagsmenn fá greitt úr sjóðnum í sama hlutfalli og greitt hefur verið fyrir þá í sjóðinn að meðaltali síðustu 12 mánaða.

Stjórn sjóðsins tekur allar ákvarðanir um styrki úr sjóðnum, einnig ef sérstakar ástæður eða atvik koma upp, enda skal hún gera grein fyrir slíkum ákvörðunum á aðalfundi.

Stjórn sjóðsins skal gæta þess að höfuðstóll sjóðsins fari aldrei niður fyrir 10 milljónir króna miðað við vísitölu neysluverðs sem í janúar 2013 er 403.3.

Árlegum tekjum sjóðsins má verja til:
a) Að greiða niður þátttöku félagsmanna í endurmenntunarnámskeiðum sem tengjast störfum leiðsögumanna með allt að 20.000 kr. á ári.
b) Að veita allt að 200.000 kr. á ári til að styrkja félagsmenn til að sækja ráðstefnur og fundi sem haldnar eru á vegum IGC og FEG. Um styrkupphæð gilda sömu reglur og endurmenntunarnámskeið, sbr. lið a).
c) Að veita styrki til námskeiðahalds á vegum félagsins og/eða samstarfsnámskeiða félagsins og Samtaka ferðaþjónustunnar. d) Að veita styrki til námskeiðahalds á vegum Leiðsöguskóla Íslands, Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands eða annarra námskeiða á vegum annarra samtaka leiðsögumanna eins og t.d. Samband norrænna leiðsögumanna IGC/Evrópusambands leiðsögumanna FEG.

Umsóknum skal skilað til sjóðsins tvisvar á ári, þ.e. eigi síðar en 15. apríl og 15. nóvember. Úthlutanir eru í lok apríl og lok nóvember og eru þær í hlutfalli við greiðslur félagsmannsins í sjóðinn á síðustu 12 mánuðum.

Greiðslukvittun fyrir umrætt námskeið og/eða farmiða skal fylgja umsókn í frumriti.

Reglugerð þessi samþykkt á aðalfundi Félags leiðsögumanna 14. mars 2013.


Formaður gerði grein fyrir breytingatillögunum og svaraði spurningum úr sal.
Spurt var um styrk til að fara á ráðstefnu eða fundi erlendu samstarfsfélaganna.
Einnig um hvernig niðurgreiðslum væri háttað á námskeið hjá EHÍ.


Fundarstjóri bar því næst tillöguna upp og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Reglugerð Sjúkrasjóðs Félags leiðsögumanna, breytingar


1. gr. Nafn sjóðsins og heimili

1.1 Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður Félags leiðsögumanna.
1.2 Sjóðurinn er eign Félags leiðsögumanna og heimili hans á hverjum tíma hjá formanni félagsins.

 

Breytist og hljóði svo:
1. gr. Nafn sjóðsins og heimili
1.1 Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður Félags leiðsögumanna.
1.2 Sjóðurinn er eign Félags leiðsögumanna og er heimili hans á skrifstofu félagsins.

 

4.4. Stjórn sjóðsins skal gæta þess að höfuðstóll sjóðsins fari aldrei niður fyrir 15 milljónir króna.

Breytist og hljóði svo:

4.4. Stjórn sjóðsins skal gæta þess að höfuðstóll sjóðsins fari aldrei niður fyrir 60 milljónir króna.

12.4 Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga sem nemi 180.000.- krónum m.v. starfshlutfall hans. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Bótafjárhæð miðast við launavísitölu pr. 1.7 2006 og tekur sömu breytingum og hún.

 

Breytist og hljóði svo:

12.4 Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga sem nemi að hámarki 266.700 kr. m.v. starfshlutfall hans. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Bótafjárhæð miðast við launavísitölu pr. 31.12.2012 sem er 437,7 stig og tekur sömu breytingum og hún.

 

12.8 Heimilt er að taka þátt í kostnaði allt að 10% af mánaðarlaunum í 1. launaflokki við fyrirbyggjandi líkmasrækt, að greiða allt að helmingi kostnaðar sjóðfélaga vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds og að greiða allan kostnað við krabbameinsleit hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands eða heilsugæslustöðvum gegn framvísun félagsskírteinis eða beiðni sjóðsins. Stjórn sjóðsins er og heimilt að veita sjóðfélögum styrki sem hver um sig getur numið fjárhæð allt að einum fullum sjúkrastyrk á ári vegna örorku, fötlunar eða sérstakra aðstæðna, sem hafa í för með sér launamissi og eða veruleg fjárútlát.

 

Breytist og hljóði svo:

 12.8 a) Heimilt er að taka þátt í kostnaði við fyrirbyggjandi líkamsrækt, allt að 10% af mánaðarlaunum í 4. launaflokki.
b) Vegna sjúkraþjálfunar er heimilt að greiða allt að helmingi kostnaðar sjóðfélaga, þó aldrei meira en 40.000 kr. á ári.
c) Að greiða allan kostnað við krabbameinsleit hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, eða heilsugæslustöðvum gegn framvísun félagsskírteinis eða beiðni sjóðsins,
d) Hjartavernd, helmingskostnaður við áhættumat og þolpróf, þó aldrei meira en 15.000 kr. á ári.

Sjúkrasjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Þó ekki kostnaði vegna tannlækninga og tannviðgerða. Kostnaðarsöm heilbrigðisþjónusta telst vera þegar útlagður kostnaður er 85.000 kr. eða hærri. Styrkur er metinn hverju sinni og er ekki hærri en 40% af kostnaði eða að hámarki fullur sjúkrastyrkur, auk þátttöku í ferðakostnaði, sé um hann að ræða. Styrk samkvæmt þessari reglu er að jafnaði ekki hægt að veita sama félagsmanni nema einu sinni á þriggja ára tímabili.

Stjórn sjóðsins er og heimilt að veita sjóðfélögum styrki vegna örorku, fötlunar eða sérstakra aðstæðna, sem hafa í för með sér launamissi og/eða veruleg fjárútlát.
Fullur sjúkrastyrkur á einu ári er 30% af 4. launaflokki sem er í febrúar 2013, 78.612 kr.


Hrafnhildur Helgadóttir lagði til á fyrri hluta aðalfundar að eftirfarandi yrði skoðað:
12.4. Kostnaður vegna útfarar til þeirra sem eiga ekki maka og eiga uppkomin börn.
12.8. Þarf að skila inn vottorði frá lækni, kvittun eða öðru til staðfestingar á meðferð vegna styrkja, t.d. ...

 

Á fyrri hluta aðalfundar var farið fram á að reiknað yrði út kostnaður vegna breytingatillagnanna. Á milli funda var tryggingastærðfræðingur fenginn að taka sjóðinn út og reikna út áætlaðan kostnað vegna breytingatillagnanna.
Gjaldkeri gerði grein fyrir helstu niðurstöðunum. Einnig að vegna útreikninganna væri nauðsynlegt að bæta einni setningu við áður framlagða breytingatillögu stjórnar. Gjaldkeri las tillöguna upp.

 

Viðbót við breytingartillögu á reglum sjúkrasjóðs er varða lið 12.4 og varðar rétthafa bóta (setningin er í 2. mgr. ). Setningin hljóði svo:
Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Láti sjóðfélagi hvorki eftir sig maka né barn undir 18 ára aldri gangi fjárhæðin til dánarbúsins.Talsvert var rætt um ,,dánarbætur“ sem miðast við starfshlutfall. Því var beint til fundarmanna að ef þeir vildu koma með breytingartillögur þar að lútandy skyldu þeir leggja þær til fyrir næsta aðalfund.

 

Fundarstjóri bar því næst upp til atkvæðagreiðslu upphaflegu tillögu stjórnar, og ofangreinda viðbót stjórnar við hana, og voru breytingarnar samþykktar samhljóða.

 

2. Kosning formanns
Tillaga hafði borist um Örvar Má Kristinsson sem formann.
Fundarstjóri bar tillöguna upp og var Örvar kosinn formaður til 2 ára með öllum greiddum atkvæðum og miklu lófaklappi.

 

3. Kosning til stjórnar
Eftirfarandi gáfu kost á sér til setu í stjórn og hlutu einróma kosningu, sem og lófatak:

Til 1 árs Helgi Jón Daníelsson og Kári Jónasson.
Til 2 ára Bryndís Kristjánsdóttir og Júlía Hannam.
Til 3 ára Vilborg Anna Björnsdóttir og Þorsteinn McKinstry.

 

4. Kosning í ráð og nefndir

Kjaranefnd
Aðalmenn:
Halldór S. Magnússon
Bergur Álfþórsson

Pétur Jónsson
Varamenn:
Jens Ruminy
Berglind Steinsdóttir
Guðmundur Örn Ragnarsson

Ritnefnd
Kári Jónasson
Berglind Steinsdóttir
Sigurður G. Tómasson

 

Skólanefnd
Ása Björg Snorradóttir

Tryggvi Jakobsson

Þórunn Þórarinsdóttir

 

Fræðslunefnd

Elín Steinsdóttir

Sigþór A. Heimisson

Oddur Eiríksson

Páll Gestsson


Trúnaðarráð:

Aðalmenn
Berglind Steinsdóttir

Börkur Hrólfsson

Ragnheiður Björnsdóttir

Pétur Gauti Valgeirsson

Halldór S. Magnússon

Marion Lerner

Varamenn

Elín Agnarsdóttir

Hólmfríður Sigvaldadóttir

Kristín E. Guðjónsdóttir

Elísabet Brand

Alda Jónsdóttir

Þórhildur Sigurðardóttir

 

5. Önnur mál

 

Yfirlýsing frá stjórn, lesin af formanni FL:

Í ljósi þeirra ásakana sem fram komu hjá Hjalta Þór Björnssyni,  fyrrverandi formanni Félags leiðsögumanna, á aðalfundi félagsins  28. febrúar s.l. á hendur þeim Bryndísi Kristjánsdóttur og Vilborgu Önnu Björnsdóttur  vegna  útgáfu og ritstjórnar á 40 ára afmælisblaði félagsins á  síðsta ári , vilja undirritaðir stjórnar menn í FL lýsa yfir fyllsta trausti á störfum þeirra fyrir blaðið .

    Á aðalfundinum í lok febrúar gaf Hjalti í skyn að  ekki hefði verið allt með felldu varðandi fjármál  tengd blaðinu og greiðslur til  þeirra Bryndísar og Vilborgar , en allt slíkt liggur fyrir í bókhaldi félagsins , og reyndar skýrði gjaldkeri okkar nákvæmlega frá stöðu mála á aðalfundinum.

     Það liggur fyrir að  útgáfa blaðsins var tekin fyrir á mörgum stjórnarfundum félagsins  í síðsta ári , og þar var alger einhugur um hvernig haga bæri útgáfunni. Þær stöllur lögðu fram   útgáfu- og fjárhagsáætlun varðandi blaðið , og stóðst hvorttveggja  fullkomlega. Hjalti Þór tók þátt í afgreiðslu þessara mála á fundum félagsins, og því komu órökstudd  og meiðandi ummæli hans  um útgáfuna okkur í opna skjöldu.

     Eins og lagt var upp með skilaði útgáfa blaðsins  hagnaði og  þegar allir reikningar hafa verið gerðir upp  er ljóst að í félagssjóð runnu meira en hálf milljón króna vegna blaðsins. Félagið má vera hreykið af afmælisblaðinu , sem sent var til allra félagsmanna í byrjun sumars.

    Þetta var um blaðaútgáfuna, en í þessu sambandi er líka rétt að félagsmenn fái skýringar varðandi brotthvarf Hjalta  úr stöðu formanns, en það kom stjórnarmönnum mjög á óvart í kjölfar stjórnarfundar í lok september, daginn áður en farið var í afmælisferðina. Á fundinum komu fram athugsemdir um að Hjalti hefði ekki verið nógu sýnilegur um sumarið sem formaður, og erfitt að ná í hann, og undir lok fundarins tjáði hann stjórnarmönnum að hann myndi ekki verða á afmælismálþinginu í lok október því það væri sama dag og rjúpanveiði hæfist. Aðra stjórnarmenn setti hljóða um, stund  og þetta fannst mörgum að væri kornið sem fyllti mælinn og létu það í ljós.  Í kjölfar fundarins barst stjórnarmönnum svo stutt skeyti þar sem hann tilkynnti afsögn sína og jafnframt að hann myndi  ganga frá sínum málum . Þrátt fyrir margar tilraunir tókst núverandi formanni ekki í margar vikur að ná sambandi við Hjalta vegna ýmissa mála, og það var ekki fyrr en aðalfundinum á dögunum að hann sá ástæðu til að koma fram í dagsljósið varðandi félagið, og þá með þeim ósmekklega hætti sem fundarmenn urðu vitni að.

Fundarstjóri bauð upp á umræðu um yfirlýsingu stjórnar en enginn lýsti yfir áhuga á að taka til máls.

Fundarstjóri sleit því fundi kl. 21.

Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir