Fundur stjórnar 8. október 2013 kl. 18.

Fundur stjórnar 8. október 2013 kl. 18.

Mætt: Júlía, Örvar, Þorsteinn, Vilborg, Bryndís, Kári

Gestir fundarins: Borgþór Kærnested, Ragnheiður Björnsdóttir, vegna IGC ráðstefnu á Íslandi 2014

Dagskrá:

1.      IGC ráðstefna á Íslandi
Eins og Félagið stendur fyrir því að halda hana. Árið 1985 var haldin ráðstefna um ferðamál almennt á Norðurlöndum og finnska félagið ályktaði að stefna bæri að því að halda slíkan ráðstefnudag í tengslum við IGC ráðstefnuna.
Borgþór skýrði frá því að íslendingar taki við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári. Hann hefur þegar hlerað nokkra þingmenn úr þingmannanefndinni, sem móta munu stefnu um starfið á næsta ári, og spurt hvort hægt væri að sækja um til nefndarinnar til að fá fjármagn til að halda ráðstefnu um ferðamál. Málið hefur verið nefnt við Júlíus Hafstein í utanríkisráðuneytinu, sem m.a. starfar að því að afla fjármagns til alls konar verkefna.

Rætt hefur verið við Ernu Hauksdóttur hjá SAF um að þau kæmu til samstarfs við okkur um að halda þetta. Evrópusamtökin, FEG, kæmi væntanlega að þessu líka.
Senda þarf formlega beiðni til SAF um aðkomu þeirra og samstarf. Gera þarf góða fjárhagsáætlun til að sækja um styrk til þingmannanefndarinnar. Á fundinum voru lögð fram drög að bréfum og uppsettri fjárhagsáætlun, sem Andrés Svanbjörnsson, hefur gert. Bréfið þarf að umorða og síðan þarf að semja annað bréf sem fer til þingmannanefndarinnar ásamt fjárhagsáætlun.
Fáist ekki fjármagn þá fellur þetta um sjálft sig. Gestir hurfu af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.      Handbók leiðsögumanna, eftir Birnu G. Bjarnleifsdóttur
Birna hefur óskað eftir því að bókin verði seld í gegnum félagið. Eftirspurn er eftir þessari bók er talsvert. Umsýslukostnaður félagsins yrði 20% ofan á verð til höfundar. Bókin yrði seld í gegnum vefsölu á vefsíðunni.

3.      Bók fyrir leiðsögumenn  Friðrik Brekkan
Friðrik hefur óskað eftir því sama og Birna. Sama mun gilda um hann og mál nr. 2.
Stjórnin telur að í lagi sé að selja vörur sem tengjast starfi leiðsögumanna beint í gegnum vefverslunina.

4.      Heimasíðan
Mætti gera ráð fyrir að auglýsingar væru á heimasíðunni, t.d. frá atvinnurekanda sem vildi auglýsa eftir leiðsögumanni. Rætt var hvar hægt væri að setja auglýsinguna á forsíðuna; samkomulag var um að hún gæti verið þar sem tilkynningar eru núna, þær færu í næsta sæti og vefverslunin í borðana neðst. Lagt til að auglýsing kosti 10.000 kr.

5.      Formannafundur verkalýðsfélaganna 30. október n.k.
Varaformaður félagsins mun mæta þar sem formaður verður ekki í bænum.

6.      Sjúkrasjóður
Lögð fram beiðni frá félagsmanni vegna sjúkraþjálfunar. Hann á rétt á styrk og skrifstofan mun sjá um að greiða honum.

7.      Niðurstöður ,,þjóðfundar“ félagsins
Capacent óskar eftir að kynna niðurstöður fundarins fyrir stjórn á fimmtudaginn. Þeir fara sem geta. Fundarboð berst í pósti.

8.      Önnur mál
a) Kjaranefnd.
Formaður ætlar að hitta nefndina eftir að niðurstöður koma frá Capacent og svo þarf að finna fleiri í nefndina.
b) Umræðunefnd SA.
Örvar hefur skrifað undir viðræðuáætlun milli leiðsögumanna og SA.

Fundi slitið kl. 19:20.
Ritari: Bryndís Kristjánsdóttir