Reglur fagdeildar - almenn leiðsögn

I. Skilgreining fagdeildar

Fagdeildin almenn leiðsögn er deild innan Leiðsagnar - félags leiðsögumanna fyrir leiðsögumenn sem hafa aflað sér tiltekinnar menntunar og reynslu til að starfa við almenna leiðsögn á Íslandi, fjalla um og túlka fyrir ferðamenn, einstaklinga eða hópa, áhugaverðar staðreyndir um náttúru, sögu, menningu og lýðfræði landsins eða einstakra landssvæða á ýmsum tungumálum. Félagar í fagdeildinni hafa hlotið menntun og starfsundirbúning í samræmi við Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008, sbr. og inngönguskilyrði hér á eftir.

II. Almenn leiðsögn

Almenn leiðsögn gerir kröfu um að leiðsögumaðurinn hafi víðtæka þekkingu á jarðfræði og náttúrufræði landsins, sögu lands og þjóðar og þekki menningu hennar og geti miðlað upplýsingum um nútímasamfélagið á áheyrilegan hátt á a.m.k. einu erlendu tungumáli auk íslensku.

III. Markmið fagdeildar

Markmið fagdeildarinnar er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem í henni eru, vinna þar að hagsmunamálum og starfstengdum áhugamálum fagdeildarfélaga. Meðal þeirra verkefna eru kjaramál í samvinnu við trúnaðarráð félagsins, endurmenntun og fræðslustarfsemi fyrir deildarfélaga í samvinnu við fræðslu og skólanefnd félagsins o.fl.

IV. Inngönguskilyrði

Þeir eiga rétt á því að gerast félagar í fagdeildinni sem hafa lokið námi í almennri leiðsögn sem uppfyllir kröfur stað alsins ÍST EN 15565:2008 eða sambærilegu námi og starfsundirbúningi. Þeir sem ekki hafa lokið slíku námi geta sótt um inngöngu í fagdeildina að uppfylltum skilyrðum um
a. Starfsreynslu sem leiðsögumaður og raunfærnimat.
b. Nám í erlendum skólum sem uppfylla kröfur ÍST EN 15565:2008 og raunfærnimat.
c. Viðurkenningu á námi í öðrum skólastofnunum með hliðsjón af staðlinum.
Fagdeildin setur nánari reglur um lengd starfreynslu, raunfærnimat og mat á öðru námi sbr. framangreint að fengnu samþykki stjórnar Leiðsagnar.

V. Árgjald

Félagar í fagdeildinni skulu greiða árgjald til Leiðsagnar samkvæmt lögum félagsins og er aðild að deildinni háð því að árgjald hafi verið greitt.

VI. Stjórn fagdeildar

Fagdeildin kýs sér stjórn. Kosningin fari fram á almennum félagsfundi deildarinnar eða með rafrænum hætti. Stjórn fagdeildar skal skipuð þremur mönnum kosnum til þriggja ára í senn og tveimur varamönnum kosnum til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Um önnur störf fagdeildar fer að ákvörðum stjórnar hennar.

VII. Fulltrúi til setu í trúnaðarráð Leiðsagnar

Formaður fagdeildar starfar sem fulltrúi hennar í trúnaðarráði nema félagsfundur deildarinnar ákveði annað.

VIII. Frekari reglur um fagdeildina

Fagdeildin getur sett henni sé nánari reglur til að starfa eftir enda samræmist þær lögum Leiðsagnar og framangreindu.

IX. Ákvæði til bráðbirgða.

Við fyrsta stjórnarkjör skal kjósa einn stjórnarmann til eins árs og annan til tveggja ára og einn varamann til eins árs.