FRÉTTIR

15. nóvember 2018

15-11-18 14:23

Fyrsti fundur í kjaraviðræðum við SAF og SA verður þriðjudaginn 20. nóvember.

Lesa meira »
12. nóvember 2018

Jón R. Hjálmarsson - andlát

Jón R. Hjálm­ars­son, einn af stofnendum Félags leiðsögumanna 1972 og heiðursfélagi Leiðsagnar, lést í dag, 12. nóvember 2018. Jón fædd­ist 28. mars 1922 í Vest­ur­dal í Skagaf­irði. Að loknu bú­fræðiprófi, stúd­ents­prófi, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði gerðist Jón skóla­stjóri í Skóg­um og síðar á Selfossi þar til hann varð fræðslu­stjóri á Suður­landi til starfs­loka. Auk annarra starfa sinnti Jón alla tíð margvislegum verkefnum á vetvangi menningar, sögu, þjóðfræða og ferðamennsku auk þess að stunda leiðsögn, sem hann gerði al­veg fram á síðastliðið ár. Eftir hann liggja bæk­ur um sagn­fræði og þjóðleg­an fróðleik af ýms­um toga sem margar hverjar eru leiðsögumönnum notadrjúgar. Á aðalfundi Leiðsagnar 2017 var ákveðið að gera Jón R Hjálmarsson að heiðursfélaga. Af því tilefni var honum afhent svohljóðandi heiðursskjal:

                      Jón R. Hjálmarsson
              Heiðursfélagi Leiðsagnar - félags leiðsögumanna

Leiðsögn - félag leiðsögumanna gerir með bréfi þessu Jón R. Hjálmarsson að heiðursfélaga sínum.

Jón R. Hjálmarsson var einn af stofnendum Félags leiðsögumanna árið 1972 og hefur alla tíð verið vinsæll og fjölkunnugur leiðsögumaður, búinn einstökum hæfileikum til að miðla öðrum af ríkulegri þekkingu á sögu, menningu og náttúru landsins.

Auk starfa sem skólastjóri Héraðskólans að Skógum undir Eyjafjöllum og Fræðslustjóri Suðurlands vann Jón alla tíð að verkefnum sem tengjast ferðamennsku. Hann lagði uppbyggingu Byggðasafnsins að Skógum drjúgt lið og stóð að ritun og útgáfu á verkum um sögu og menningu héraðsins. Ritstörf Jóns á sviði sagnfræði og þjóðfræði eru víðkunn og verk hans eru leiðsögumönnum uppspretta fróðleiks og hugmynda.

Leiðsögn - félagi leiðsögumanna er heiður að því að hafa Jón R. Hjálmarsson innan sinna vébanda og samþykkti einróma á aðalfundi sínum 10. apríl 2017 að gera Jón R. Hjálmarssona að heiðursfélaga.

Lesa meira »
7. nóvember 2018

FRESTAÐ - Minnum á fræðslufund félagsins

Fræðslufundurinn sem átti að fara fram í kvöld, verður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Auglýsum breyttann tíma bráðlega - afsökum ónæðið sem þetta kann að valda.

Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.

Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
**Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20. **

Fræðslu og skólanefnd

Lesa meira »
7. nóvember 2018

Fræðslukönnun

Kæri leiðsögumaður

ENDURMENNTUN HÍ og Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna hafa undanfarin ár átt í samstarfi um símenntun fyrir leiðsögumenn.
Markmið samstarfsaðila er að mæta áhugasviðum og þörfum félagsmanna fyrir símenntun og því er mikilvægt að fá fram viðhorf og hugmyndir þeirra sem fræðsluna munu sækja.

Eitt verkfæranna til að kanna fræðsluþörf í símenntun er fræðslukönnun sem þessi. Þessi könnun er því send öllum félagsmönnum í Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna.

Við biðjum þig vinsamlegast um að gefa þér stutta stund til að svara eftirfarandi spurningum. Könnunin er opin 5-15 nóvember. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að koma betur til móts við þarfir félagsmanna með öflugum námskeiðum.

Könnunina má nálgast hér

Þitt álit skiptir okkur máli.

Með kveðju og þakklæti,
Leiðsögn - Stéttarfélag Leiðsögumanna & starfsfólk ENDURMENNTUNAR HÍ

Lesa meira »

Viðburðadagatal