FRÉTTIR

20. maí 2019

Demantshringurinn

MARKAÐSSETNING Á DEMANTSHRINGNUM - UMRÆÐUFUNDUR

Demantshringurinn Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið?

Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú að þróun og markaðssetningu á Demantshringum (Diamond Circle) með tilkomu samnings við Húsavíkurstofu.

Því langar okkur að bjóða öllum sem vilja taka þátt í uppbyggingu og markaðssetningu á leiðinni, á umræðufund. Þar verður farið yfir stöðu verkefnis eins og innviðagreiningu, þróun vörumerkis og næstu skref.

Vinsamlegast skráðið ykkur með að því að senda póst á bjorn@nordurland.is eða hafa samband í síma 462 3300.

Lesa meira »
10. maí 2019

Viðtal við formann

Formaður Leiðsagnar, Pétur Gauti Valgeirsson var í viðtali í "Samfélaginu" á Rúv. Þar ræddi hann um félagsleg undirboð í stéttinni og þá staðreynd að leiðsögumenn eru oft "fyrstir á vettvang".

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að fara á þennan link:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/samfelagid/23617?ep=7hl57c

Lesa meira »
30. apríl 2019

Kynningarfundur um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Félag Leiðsögumanna vekur athygli félagsmanna sinna á opnum fundi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Á fundinum verður sagt frá stöðu vinnunnar og þeim verkefnum sem framundan eru.
Allir eru velkomnir á fundinn.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. maí kl. 16:30 – 17:30
Skuggasundi 3 (4. hæð) í fundarsal umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna á vefslóðinni www.stjornarradid.is/midhalendid

Lesa meira »
24. apríl 2019

Um framvindu í kjarasamningum

Hinn 26. mars sl. birti Leiðsögn greinargerð um stöðu og efni samningagerðar sbr. tengil hér í lokin. Framvinda í þeim efnum hefur að hluta mótast og tafist vegna samninga annarra stéttarfélaga. Að gerðum samningum SGS og VR, sem samþykktir voru í dag hófust viðræður að nýju um þau málefni sem getið var í greinargerðinni. Hafa þau þokast til réttrar áttar flest hver þótt enn sé ekki ljóst hve langt verður náð í sambandi við vinnutíma og styttingu vinnuviku. Hefur viðræðunefnd Leiðsagnar nýverið sent viðmælendum svör við tillögum þeirra í því efni og ósk um að viðræðum verði fram haldið.

Ekki hefur verið rætt að ráði um launaliði og í því efni beðið endanlegrar niðurstöðu þegar gerðra samninga og fylgst með horfum hjá iðnaðarmönnum og á opinberum vinnumarkaði. Niðurstaða SGS og VR liggur nú fyrir og þótt vænta megi þess að línur skýrist í þeim efnum á næstu vikum er líklegt að frágangur nýs kjarasamnings leiðsögumanna taki enn nokkurn tíma og að hann muni ekki liggja fyrir fyrr en um eða eftir miðjan næsta mánuð.

Hér má sjá helstu efnisatriði yfirstandandi kjaraviðræðna

Lesa meira »

Viðburðadagatal